„Verði honum að góðu“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2021 09:25 Guðmundur Franklín er harla kátur með nýja auglýsingu frá Kjörís sem hann telur gagnast Frjálslynda lýðræðisflokknum afar vel. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, vonar að honum líki ísinn en vonar að hann fari ekki að ganga um í Kjörísbol. Foringi Frjálslynda lýðræðisflokksins telur „XOXO“ í auglýsingu Kjöríss minna rækilega á flokkinn sem hefur listabókstafinn O. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, sem ætlar sér efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segist fagna væntanlegum viðskiptum frá Guðmundi Franklín. „Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“ Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“
Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira