Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:28 Alma Möller landlæknir ræddi bóluefni AstraZeneca á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira