Rúnar Páll og Stjörnumenn ekki í sóttkví en slepptu æfingu dagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 22. mars 2021 18:31 Rúnar Páll ræddi við Rikka G úr stofunni heima. skjáskot Þrátt fyrir að leikmaður Fylkis sé smitaður og liðið hafi spilað gegn Stjörnunni á föstudagskvöldið eru Stjörnumenn ekki í sóttkví. Þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar. Stjarnan og Fylkir mættust í átta liða úrslitum Lengjubikarsins á föstudagskvöldið þar sem Stjörnumenn höfðu betur en síðar kom í ljós að einn Fylkismanna var smitaður. Árbæingar eru því komnir í sóttkví. Rúnar Páll segir að Stjörnumenn séu ekki í sóttkví, en fari þó varlega. „Staðan er fín. Það eru allir heilir eins og staðan er í dag og svo kemur í ljós á næstu dögum hvort að einhver hafi smitast hjá okkur sem ég reikna síður með,“ sagði Rúnar Páll í Sportpakka kvöldsins. „Við erum ekki settir í sóttkví eins og staðan er í dag. Bara Fylkisliðið. Við ákváðum þó að fara varlega í dag og vera heima fyrir,“ en er möguleiki á að Stjörnumenn verði sendir í sóttkví síðar? „Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig um það. Það er bara rakningarteymið sem ákveður það að setja okkur ekki í sóttkví og ekki í skimun. Meira getum við ekki gert í því.“ „Við ákváðum að sleppa æfingu dagsins og vera skynsamir. Maður veit aldrei hvað getur gerst.“ Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að þetta smit muni hafa áhrif á komandi leiktíð í íslenska boltanum. „Nei, ég hef ekki áhyggjur af því. Ég er bjartsýnn maður og vona að þetta verði allt í lagi. Ég vona að leikmaður Fylkis jafni sig fljótt.“ „Við vonum það besta. Þetta er lúmskt en við verðum að vera skynsamir og fara varlega.“ „Við mætum galvaskir til leiks á æfingu á morgun. Við vorum skynsamir í dag og svo er æfing hálf fimm á morgun,“ sagði Rúnar. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Páll á Zoom Pepsi Max-deild karla Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikmaður Fylkis smitaður Leikmaður karlaliðs Fylkis er smitaður af kórónuveirunni en liðið mætti Stjörnunni í Lengjubikarnum á laugardaginn. 22. mars 2021 07:47 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Stjarnan og Fylkir mættust í átta liða úrslitum Lengjubikarsins á föstudagskvöldið þar sem Stjörnumenn höfðu betur en síðar kom í ljós að einn Fylkismanna var smitaður. Árbæingar eru því komnir í sóttkví. Rúnar Páll segir að Stjörnumenn séu ekki í sóttkví, en fari þó varlega. „Staðan er fín. Það eru allir heilir eins og staðan er í dag og svo kemur í ljós á næstu dögum hvort að einhver hafi smitast hjá okkur sem ég reikna síður með,“ sagði Rúnar Páll í Sportpakka kvöldsins. „Við erum ekki settir í sóttkví eins og staðan er í dag. Bara Fylkisliðið. Við ákváðum þó að fara varlega í dag og vera heima fyrir,“ en er möguleiki á að Stjörnumenn verði sendir í sóttkví síðar? „Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig um það. Það er bara rakningarteymið sem ákveður það að setja okkur ekki í sóttkví og ekki í skimun. Meira getum við ekki gert í því.“ „Við ákváðum að sleppa æfingu dagsins og vera skynsamir. Maður veit aldrei hvað getur gerst.“ Rúnar hefur ekki áhyggjur af því að þetta smit muni hafa áhrif á komandi leiktíð í íslenska boltanum. „Nei, ég hef ekki áhyggjur af því. Ég er bjartsýnn maður og vona að þetta verði allt í lagi. Ég vona að leikmaður Fylkis jafni sig fljótt.“ „Við vonum það besta. Þetta er lúmskt en við verðum að vera skynsamir og fara varlega.“ „Við mætum galvaskir til leiks á æfingu á morgun. Við vorum skynsamir í dag og svo er æfing hálf fimm á morgun,“ sagði Rúnar. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Páll á Zoom
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikmaður Fylkis smitaður Leikmaður karlaliðs Fylkis er smitaður af kórónuveirunni en liðið mætti Stjörnunni í Lengjubikarnum á laugardaginn. 22. mars 2021 07:47 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Leikmaður Fylkis smitaður Leikmaður karlaliðs Fylkis er smitaður af kórónuveirunni en liðið mætti Stjörnunni í Lengjubikarnum á laugardaginn. 22. mars 2021 07:47