Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 14:01 Eigandi Rönten segir algengara að fólk mæti með hunda sín í einn drykk eftir vinnu heldur en seinna um kvöldið eins og gerðist á föstudag. Getty Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. Það var rétt fyrir lokun Rönten á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið. Eigandi Röntgen tjáði Vísi um helgina að til skðunar væri að setja takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með á staðinn. Guðmundur Páll Jónsson er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ekkert liggja fyrir um hvort hundinum verði lógað eða ekki. „Ekki mín ákvörðun“ „Það liggur ekkert fyrir um það, og það er ekki mín ákvörðun að taka,“ segir Guðmundur Páll. Hann vísar á hundaeftirlitið, sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en þangað muni lögregla skila skýrslu vegna málsins fljótlega. Röntgen við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort líkurnar séu meiri eða minni um hvort hundinum verði lógað, í ljósi fyrri slíkra mála, vill Guðmundur Páll ekkert gefa upp um það. „Það er opið í báða enda. Maður er ekkert að vona það. Ef þetta er góður hundur þá vill maður það ekki. En þetta er ekki mín ákvörðun,“ segir Guðmundur Páll. Ætla að ræða við eigandann Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður sagði við Vísi í morgun að hann biði þess að fá skýrslu frá lögreglunni. Hann vildi lítið tjá sig um málið og sagðist fyrst í gær hafa fengið upplýsingar um hver eigandi hundsins væri. Hann segir að rætt verði við eigandann og það séu fordæmi fyrir því að hundar séu látnir undirgangast geðmat og því ekki fullvíst að hundinum verði lógað. „Það er ekki 100 prósent, nei.“ Elska hunda Ásgeir Guðmundsson, eigandi staðarins, lagði áherslu á það í samtali við Vísi á sunnudag að hvorki stelpunni né hundinum væri um að kenna. Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen.Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara rosalega leiðinglegt óhapp sem að á sér stað sem að veldur því að við þurfum kannski eitthvað að endurskoða hvort að við eigum almennt að skapa aðstæður til að þetta geti yfir höfuð mögulega komið aftur fyrir. Og þá held ég að það sé kannski bara skynsamlegt að setja eina almenna reglu um að eftir klukkan eitthvað ákveðið, áður en við förum að hækka tónlistina og skapa meiri kvöldstemningu á staðnum, að þá megi hundar ekki koma inn eftir þann tíma,“ sagði Ásgeir. „Við elskum hunda og það er frábært að hafa þá á staðnum og höfum aldrei lent í neinum vandræðum með það hingað til og margir fastagestir sem eiga frábæra hunda sem koma oft,“ segir Ásgeir. Oftast sé það þó kannski sem fólk komi við með hundinn sinn og kíki til dæmis við eftir vinnu og fái sér einn bjór tiltölulega snemma kvölds. Dýr Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Það var rétt fyrir lokun Rönten á föstudagskvöldið sem stúlka sem var gestur á staðnum var bitin í andlitið. Eigandi Röntgen tjáði Vísi um helgina að til skðunar væri að setja takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með á staðinn. Guðmundur Páll Jónsson er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ekkert liggja fyrir um hvort hundinum verði lógað eða ekki. „Ekki mín ákvörðun“ „Það liggur ekkert fyrir um það, og það er ekki mín ákvörðun að taka,“ segir Guðmundur Páll. Hann vísar á hundaeftirlitið, sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en þangað muni lögregla skila skýrslu vegna málsins fljótlega. Röntgen við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort líkurnar séu meiri eða minni um hvort hundinum verði lógað, í ljósi fyrri slíkra mála, vill Guðmundur Páll ekkert gefa upp um það. „Það er opið í báða enda. Maður er ekkert að vona það. Ef þetta er góður hundur þá vill maður það ekki. En þetta er ekki mín ákvörðun,“ segir Guðmundur Páll. Ætla að ræða við eigandann Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður sagði við Vísi í morgun að hann biði þess að fá skýrslu frá lögreglunni. Hann vildi lítið tjá sig um málið og sagðist fyrst í gær hafa fengið upplýsingar um hver eigandi hundsins væri. Hann segir að rætt verði við eigandann og það séu fordæmi fyrir því að hundar séu látnir undirgangast geðmat og því ekki fullvíst að hundinum verði lógað. „Það er ekki 100 prósent, nei.“ Elska hunda Ásgeir Guðmundsson, eigandi staðarins, lagði áherslu á það í samtali við Vísi á sunnudag að hvorki stelpunni né hundinum væri um að kenna. Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen.Vísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara rosalega leiðinglegt óhapp sem að á sér stað sem að veldur því að við þurfum kannski eitthvað að endurskoða hvort að við eigum almennt að skapa aðstæður til að þetta geti yfir höfuð mögulega komið aftur fyrir. Og þá held ég að það sé kannski bara skynsamlegt að setja eina almenna reglu um að eftir klukkan eitthvað ákveðið, áður en við förum að hækka tónlistina og skapa meiri kvöldstemningu á staðnum, að þá megi hundar ekki koma inn eftir þann tíma,“ sagði Ásgeir. „Við elskum hunda og það er frábært að hafa þá á staðnum og höfum aldrei lent í neinum vandræðum með það hingað til og margir fastagestir sem eiga frábæra hunda sem koma oft,“ segir Ásgeir. Oftast sé það þó kannski sem fólk komi við með hundinn sinn og kíki til dæmis við eftir vinnu og fái sér einn bjór tiltölulega snemma kvölds.
Dýr Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01