Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:51 Hið minnsta þrír nemendur í sjötta bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Enginn starfsmaður hefur greinst fyrir utan kennarann sem greindist fyrstur. Reykjavíkurborg Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22
Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44