Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 22:43 Laugalækjarskóli. Skólinn er fyrir 7.-10. bekk í Laugardalnum í Reykjavík en Laugarnesskóli þjónustar 1.-6. bekk. Reykjavíkurborg Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Forráðamönnum nemenda í skólunum tveimur var einnig tilkynnt um ráðstöfunina í tölvupósti í kvöld. Allir nemendur í 1.-6. bekk í Laugarnesskóla og 7.-10. bekk í Laugalækjarskóla verða því að vera heima í úrvinnslusóttkví þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Börn í úrvinnslusóttkví þurfa að huga vel að persónulegum smitvörnum og halda sig frá öðrum á heimilinu. Rakning smitanna sem greindust í dag heldur áfram fram á nótt og á morgun, að því er segir í tilkynningu almannavarna. Á morgun kemur í ljós hversu margir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví halda áfram í sóttkví. Nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla og iðkendur í 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Þrótti eru í staðfestri sóttkví fram á laugardag. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, miðvikudaginn 24 mars. Frístundastarf í Laugarseli og Dalheimum, félagsmiðstöðinni Laugó sem og starf skólahljómsveitar mun einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur, að því er segir í tilkynningu skólanna til nemenda. Endanlegur fjöldi smitaðra ekki kominn á hreint Vísir greindi frá því í kvöld að þrír nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla hefðu greinst með kórónuveiruna í dag til viðbótar við nemanda og kennara í skólanum sem greindust áður. Fleiri nemendur greindust nú í kvöld. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla getur ekki staðfest hversu margir nemendur í skólanum séu smitaðir þar sem enn er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Fjöldinn skýrist í fyrramálið. Smitin séu enn bundin við fjóra af fimm bekkjum 6. bekkjar en til öryggis hafi verið ákveðið að árgangurinn færi allur í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum getur heldur ekki staðfest hversu margir séu smitaðir í tengslum við Laugarnesskóla. Enginn sé þó smitaður í Laugalækjarskóla en nemendur hafi verið settir í úrvinnslusóttkví vegna fjölskyldutengsla. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37 Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Forráðamönnum nemenda í skólunum tveimur var einnig tilkynnt um ráðstöfunina í tölvupósti í kvöld. Allir nemendur í 1.-6. bekk í Laugarnesskóla og 7.-10. bekk í Laugalækjarskóla verða því að vera heima í úrvinnslusóttkví þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Börn í úrvinnslusóttkví þurfa að huga vel að persónulegum smitvörnum og halda sig frá öðrum á heimilinu. Rakning smitanna sem greindust í dag heldur áfram fram á nótt og á morgun, að því er segir í tilkynningu almannavarna. Á morgun kemur í ljós hversu margir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví halda áfram í sóttkví. Nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla og iðkendur í 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Þrótti eru í staðfestri sóttkví fram á laugardag. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, miðvikudaginn 24 mars. Frístundastarf í Laugarseli og Dalheimum, félagsmiðstöðinni Laugó sem og starf skólahljómsveitar mun einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur, að því er segir í tilkynningu skólanna til nemenda. Endanlegur fjöldi smitaðra ekki kominn á hreint Vísir greindi frá því í kvöld að þrír nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla hefðu greinst með kórónuveiruna í dag til viðbótar við nemanda og kennara í skólanum sem greindust áður. Fleiri nemendur greindust nú í kvöld. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla getur ekki staðfest hversu margir nemendur í skólanum séu smitaðir þar sem enn er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Fjöldinn skýrist í fyrramálið. Smitin séu enn bundin við fjóra af fimm bekkjum 6. bekkjar en til öryggis hafi verið ákveðið að árgangurinn færi allur í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum getur heldur ekki staðfest hversu margir séu smitaðir í tengslum við Laugarnesskóla. Enginn sé þó smitaður í Laugalækjarskóla en nemendur hafi verið settir í úrvinnslusóttkví vegna fjölskyldutengsla. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37 Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37
Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22