Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 00:02 Yfirmaður starfsmannsins sagðist þurfa að segja honum upp þar sem ekki væri hægt að verja viðveru hans í húsinu. Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð. Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð.
Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira