Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 00:02 Yfirmaður starfsmannsins sagðist þurfa að segja honum upp þar sem ekki væri hægt að verja viðveru hans í húsinu. Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð. Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð.
Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira