Öflugri sem ein heild Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:38 Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina. Þvert á móti hugmyndir margra, þá vilja ekkert allir búa á höfuðborgarsvæðinu og þannig viljum við líka ekki hafa byggðina í landinu. Við viljum eiga þann kost á að geta dreift byggð og átt sterka og öfluga kjarna í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Gæðunum er misskipt og það veldur togstreitu á milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Norðurslóðamál á Norðurlandi – galin pæling? Norðurslóðastofnanir eru fjölmargar á Norðurlandi og flestar eru þær á Akureyri. Enda skildi það teljast eðlilegt að norðurslóðamálefni eigi heima á norðurlandi. Samt sem áður var það ekki fyrsti og eini augljósi kosturinn þegar velja átti “höfuðstað norðurslóðamála” á Íslandi. Eitthvað sem landsbyggðarbúum er augljóst þarf ekki að vera augljóst fyrir augum höfuðborgarbúa. Menning á sér líka stað á landsbyggðinni Það virðist einnig ekki vera tekið eftir því hversu öflugt menningarlíf er á landsbyggðinni. Samt virðist menningarmálaráðherra það nær ómögulegt að viðurkenna menningu hér út á landi til jafns við menningu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegri jöfnun á grundvelli íbúafjölda er synjað. Áhugaleysið fyrir menningu á landsbyggðinni virðist vera algjört. Við þurfum að jafna metin Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum. Landsbyggðin þarfnast öflugra og áberandi þingmanna sem vekja stöðugt athygli á þessum atriðum. Vandamálið við „landsbyggðargleraugun“ er að gleraugun er hægt að taka niður. Málefni landsbyggðarinnar eiga ekki að vera þess eðlis að hægt sé að klæða sig í og úr þeim eftir hentisemi. Það þarf einna helst að fara að líta á málin á heildstæðan máta og jafna þannig leikinn. Ég vona að með skrifum mínum sé ég ekki að telja þér trú um að ég hafi einhverja óvild í garð höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er það raunin. Ég trúi því hins vegar að landbyggðina verði að styrkja til að standa á móti öflugu og sterku höfuðborgarsvæðinu. Þannig bætum við lífsgæði allra. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Byggðamál Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina. Þvert á móti hugmyndir margra, þá vilja ekkert allir búa á höfuðborgarsvæðinu og þannig viljum við líka ekki hafa byggðina í landinu. Við viljum eiga þann kost á að geta dreift byggð og átt sterka og öfluga kjarna í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Gæðunum er misskipt og það veldur togstreitu á milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Norðurslóðamál á Norðurlandi – galin pæling? Norðurslóðastofnanir eru fjölmargar á Norðurlandi og flestar eru þær á Akureyri. Enda skildi það teljast eðlilegt að norðurslóðamálefni eigi heima á norðurlandi. Samt sem áður var það ekki fyrsti og eini augljósi kosturinn þegar velja átti “höfuðstað norðurslóðamála” á Íslandi. Eitthvað sem landsbyggðarbúum er augljóst þarf ekki að vera augljóst fyrir augum höfuðborgarbúa. Menning á sér líka stað á landsbyggðinni Það virðist einnig ekki vera tekið eftir því hversu öflugt menningarlíf er á landsbyggðinni. Samt virðist menningarmálaráðherra það nær ómögulegt að viðurkenna menningu hér út á landi til jafns við menningu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegri jöfnun á grundvelli íbúafjölda er synjað. Áhugaleysið fyrir menningu á landsbyggðinni virðist vera algjört. Við þurfum að jafna metin Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum. Landsbyggðin þarfnast öflugra og áberandi þingmanna sem vekja stöðugt athygli á þessum atriðum. Vandamálið við „landsbyggðargleraugun“ er að gleraugun er hægt að taka niður. Málefni landsbyggðarinnar eiga ekki að vera þess eðlis að hægt sé að klæða sig í og úr þeim eftir hentisemi. Það þarf einna helst að fara að líta á málin á heildstæðan máta og jafna þannig leikinn. Ég vona að með skrifum mínum sé ég ekki að telja þér trú um að ég hafi einhverja óvild í garð höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er það raunin. Ég trúi því hins vegar að landbyggðina verði að styrkja til að standa á móti öflugu og sterku höfuðborgarsvæðinu. Þannig bætum við lífsgæði allra. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun