Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi og brýnir fyrir almenningi að haga sér skynsamlega. Vísir/Vilhelm Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás. Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira