Fríar tíðavörur í grunnskólum Reykjavíkurborgar! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2021 11:00 Skóla-og frístundaráð hefur samþykkt tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fríar tíðavörur í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar frá og með haustinu 2021. Ég vil byrja á að þakka fulltrúum sérstaklega fyrir þessa mikilvægu tillögu, þegar ungt fólk talar er það okkar kjörinna fulltrúa að hlusta. Ljóst er að aðgengi að tíðavörum er mikilvægt jafnréttismál. Ungmenni hafa ekki val um hvort og hvenær blæðingar hefjast og því mikilvægt að auðvelda aðgengi að tíðavörum á salernum í skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungmenna að óttast að byrja á blæðingum á skólatíma eða þurfa að fara á salernið án þess að hafa tíðavörur meðferðis. Haustið 2018 hófst tilraunaverkefni um aukna markvissa kynfræðslu í tveimur skólum borgarinnar, samhliða fræðslunni hefur verið boðið upp á fríar tíðavörur á salernum skólans. Reynslan af verkefninu hefur verið afar jákvæð og þykir þeim nemendum sem hafa blæðingar öryggi felast í því að geta gengið að tíðavörunum vísum ef á þarf að halda. Aðgengi að tíðavörum er auk þess mikilvægt heilsufarsmál, og staðan því miður þannig í heiminum í dag að aðgengi að slíkum vörum er víða ábótavant sem ógnar lífi og heilsu fólks víða um heim. Nú þegar hafa stjórnvöld lækkað virðisaukaskatt á tíðavörum og þannig viðurkennt að um nauðsynjavörur er að ræða fyrir um helming mannkyns og má þannig líkja við kaup á salernispappir, handþurrkum og öðrum slíkum vörum í skólum. Samhliða því að tryggja aukið aðgengi að tíðavörum er mikilvægt að auka fræðslu um tíðavörur á borð við álfabikar, fjölnota bindi og tíðarnærbuxur og auka þekkingu á þeim fjölmörgu valkostum sem nú bjóðast. Auk þess er mikilvægt að allir nemendur hljóti fræðslu um líkamlegan þroska allra kynja þannig að vinna megi gegn þeirri skömm sem oft fylgir því að byrja á blæðingum. Slíkum fordómum er best eytt með upplýsingum og því er mikilvægt að skólasamfélagið vinni saman að því að draga úr skömm sem fylgir eðlilegri líkamlegri starfssemi um helmings mannkyns. Ég fagna þessarri tillögu og óska ykkur öllum til hamingju með fríar tíðavörur í grunnskólum borgarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Skóla-og frístundaráð hefur samþykkt tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fríar tíðavörur í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar frá og með haustinu 2021. Ég vil byrja á að þakka fulltrúum sérstaklega fyrir þessa mikilvægu tillögu, þegar ungt fólk talar er það okkar kjörinna fulltrúa að hlusta. Ljóst er að aðgengi að tíðavörum er mikilvægt jafnréttismál. Ungmenni hafa ekki val um hvort og hvenær blæðingar hefjast og því mikilvægt að auðvelda aðgengi að tíðavörum á salernum í skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungmenna að óttast að byrja á blæðingum á skólatíma eða þurfa að fara á salernið án þess að hafa tíðavörur meðferðis. Haustið 2018 hófst tilraunaverkefni um aukna markvissa kynfræðslu í tveimur skólum borgarinnar, samhliða fræðslunni hefur verið boðið upp á fríar tíðavörur á salernum skólans. Reynslan af verkefninu hefur verið afar jákvæð og þykir þeim nemendum sem hafa blæðingar öryggi felast í því að geta gengið að tíðavörunum vísum ef á þarf að halda. Aðgengi að tíðavörum er auk þess mikilvægt heilsufarsmál, og staðan því miður þannig í heiminum í dag að aðgengi að slíkum vörum er víða ábótavant sem ógnar lífi og heilsu fólks víða um heim. Nú þegar hafa stjórnvöld lækkað virðisaukaskatt á tíðavörum og þannig viðurkennt að um nauðsynjavörur er að ræða fyrir um helming mannkyns og má þannig líkja við kaup á salernispappir, handþurrkum og öðrum slíkum vörum í skólum. Samhliða því að tryggja aukið aðgengi að tíðavörum er mikilvægt að auka fræðslu um tíðavörur á borð við álfabikar, fjölnota bindi og tíðarnærbuxur og auka þekkingu á þeim fjölmörgu valkostum sem nú bjóðast. Auk þess er mikilvægt að allir nemendur hljóti fræðslu um líkamlegan þroska allra kynja þannig að vinna megi gegn þeirri skömm sem oft fylgir því að byrja á blæðingum. Slíkum fordómum er best eytt með upplýsingum og því er mikilvægt að skólasamfélagið vinni saman að því að draga úr skömm sem fylgir eðlilegri líkamlegri starfssemi um helmings mannkyns. Ég fagna þessarri tillögu og óska ykkur öllum til hamingju með fríar tíðavörur í grunnskólum borgarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar