Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2021 12:26 Í heild hafa þrettán greinst með COVID-19 smit í Laugarnesskóla; tólf nemendur og einn kennari. Reykjavíkurborg Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. Þetta staðfestir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarn, að gera mætti ráð fyrir að um breska afbrigðið sé að ræða. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að allir nemendur í bæði Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla myndu þegar í stað fara í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar. Í dag fara nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk í sýnatöku en einnig þeir kennarar sem ekki fóru í gær. Helgi segir að sóttvarnayfirvöld séu enn að reyna að kortleggja stöðuna og á þessari stundu sé ekki ljóst hver áhrifin verða á skólastarfið fram að páskum. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá fimmta flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur fimmti flokkur færi í sóttkví. Helgi segir að náið sé fylgst með gangi mála í Langholtsskóla og Vogaskóla. Hann segir að verið sé að rekja vinatengsl á milli nemenda í skólunum og samhliða sé verið að senda nemendur úr þeim skólum í sóttkví. Móðir barns sem er í Langholtsskóla segir í samtali við fréttastofu að hún viti af, að minnsta kosti fjórum sem sendir voru í sóttkví. Helgi segir að rakning vinatengsla á milli skólanna sé sérlega tímafrek og krefjist mikillar vinnu. Um leið og smit greinist í skólunum tveimur verði gripið til harðari aðgerða. Í kvöld er á dagskrá árshátíð unglingastigs í Langholtsskóla og að öllu óbreyttu mun hún fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarn, að gera mætti ráð fyrir að um breska afbrigðið sé að ræða. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að allir nemendur í bæði Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla myndu þegar í stað fara í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar. Í dag fara nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk í sýnatöku en einnig þeir kennarar sem ekki fóru í gær. Helgi segir að sóttvarnayfirvöld séu enn að reyna að kortleggja stöðuna og á þessari stundu sé ekki ljóst hver áhrifin verða á skólastarfið fram að páskum. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá fimmta flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur fimmti flokkur færi í sóttkví. Helgi segir að náið sé fylgst með gangi mála í Langholtsskóla og Vogaskóla. Hann segir að verið sé að rekja vinatengsl á milli nemenda í skólunum og samhliða sé verið að senda nemendur úr þeim skólum í sóttkví. Móðir barns sem er í Langholtsskóla segir í samtali við fréttastofu að hún viti af, að minnsta kosti fjórum sem sendir voru í sóttkví. Helgi segir að rakning vinatengsla á milli skólanna sé sérlega tímafrek og krefjist mikillar vinnu. Um leið og smit greinist í skólunum tveimur verði gripið til harðari aðgerða. Í kvöld er á dagskrá árshátíð unglingastigs í Langholtsskóla og að öllu óbreyttu mun hún fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46