„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 12:34 Jóhann Björn Skúlason er yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Vísir/Baldur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira