Valdníðsla, þöggun og mismunun Sara Pálsdóttir skrifar 24. mars 2021 14:31 Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Sara Pálsdóttir Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Sjá meira
Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun