Fresta leikjum kvöldsins og bíða leiðbeininga um æfingar Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 17:16 Íþróttabann hefur verið sett á hér á landi og óvíst hvenær boltinn byrjar aftur að rúlla. vísir/vilhelm Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að nú bíði íþróttasérsamböndin nánari leiðbeininga varðandi æfingar næstu þrjár vikurnar. Heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að íþróttir yrðu óheimilar næstu þrjár vikurnar, inni og úti og jafnt hjá börnum og fullorðnum, vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Klara vill þó ekki útiloka að knattspyrnulið landsins muni geta æft með einhverjum hætti þó að vissulega sé nú útlit fyrir að ekki verði spilaðir leikir næstu þrjár vikurnar. Í desember voru æfingar til að mynda leyfðar hjá liðum í efstu deildum þrátt fyrir að íþróttaæfingar væru almennt óheimilar. „Við erum að safna saman upplýsingum og meta framhaldið. Við byrjum alla vega á að fresta leikjum kvöldsins, samkvæmt beiðni sem barst frá heilbrigðisyfirvöldum til ÍSÍ,“ segir Klara í samtali við Vísi. Nú bíði sérsamböndin frekari frekari upplýsinga frá heilbrigðisráðuneytinu og að ÍSÍ, tengiliðurinn á milli sérsambandanna og ráðuneytisins, muni mögulega boða til fundar með fulltrúum sérsambandanna síðar í dag. Strax spurningar frá félögunum um æfingar „Í framhaldinu sjáum við hvort við frestum leikjum næstu þrjár vikurnar eða hvort einhver önnur spil eru á borðinu,“ segir Klara. „Það eru strax komnar spurningar frá félögunum um hvort það megi til dæmis æfa í tíu manna hópum án þess að nota bolta, eða slíkt. Öll viljum við þó ráðast að rót vandans sem er þessi óvelkomna boðflenna sem veiran er,“ segir Klara. Fari svo að ekki megi æfa fótbolta næstu þrjár vikurnar er óvíst að Íslandsmótið geti hafist á réttum tíma en þar á fyrsti leikur að vera 22. apríl. Á næstu vikum voru, og eru enn um sinn, áætlaðir leikir í deildabikar, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. „Þetta er eitthvað sem mótanefnd fundar um sem fyrst, þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Klara. KSÍ Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að íþróttir yrðu óheimilar næstu þrjár vikurnar, inni og úti og jafnt hjá börnum og fullorðnum, vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Klara vill þó ekki útiloka að knattspyrnulið landsins muni geta æft með einhverjum hætti þó að vissulega sé nú útlit fyrir að ekki verði spilaðir leikir næstu þrjár vikurnar. Í desember voru æfingar til að mynda leyfðar hjá liðum í efstu deildum þrátt fyrir að íþróttaæfingar væru almennt óheimilar. „Við erum að safna saman upplýsingum og meta framhaldið. Við byrjum alla vega á að fresta leikjum kvöldsins, samkvæmt beiðni sem barst frá heilbrigðisyfirvöldum til ÍSÍ,“ segir Klara í samtali við Vísi. Nú bíði sérsamböndin frekari frekari upplýsinga frá heilbrigðisráðuneytinu og að ÍSÍ, tengiliðurinn á milli sérsambandanna og ráðuneytisins, muni mögulega boða til fundar með fulltrúum sérsambandanna síðar í dag. Strax spurningar frá félögunum um æfingar „Í framhaldinu sjáum við hvort við frestum leikjum næstu þrjár vikurnar eða hvort einhver önnur spil eru á borðinu,“ segir Klara. „Það eru strax komnar spurningar frá félögunum um hvort það megi til dæmis æfa í tíu manna hópum án þess að nota bolta, eða slíkt. Öll viljum við þó ráðast að rót vandans sem er þessi óvelkomna boðflenna sem veiran er,“ segir Klara. Fari svo að ekki megi æfa fótbolta næstu þrjár vikurnar er óvíst að Íslandsmótið geti hafist á réttum tíma en þar á fyrsti leikur að vera 22. apríl. Á næstu vikum voru, og eru enn um sinn, áætlaðir leikir í deildabikar, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. „Þetta er eitthvað sem mótanefnd fundar um sem fyrst, þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Klara.
KSÍ Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira