Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 18:13 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira