Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:42 Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Reykjavíkurborg Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans. „Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra. Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
„Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira