Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2021 07:10 Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað vegna stöðunnar í faraldrinum og Landspítalinn er kominn á hættustig. Vísir/RAX Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. Þessar hörðu aðgerðir voru kynntar í gær eftir að sautján manns greindust innanlands á þriðjudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar er nú ráðandi í faraldrinum en það er meira smitandi en aðrir stofnar hennar. Þá er talið að það geti valdið meiri veikindum og leggist meira á börn og ungt fólk. Sóttvarnaaðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Ekki mega fleiri en tíu koma saman og gilda fjöldatakmörk að meginreglu fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum hefur verið gert að loka en leikskólar verða áfram opnir. Þó eru leikskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til hádegis í dag. Fjölmargri annarri starfsemi er einnig lokað en hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar á samkomutakmörkunum sem hafa tekið gildi. Þá má lesa nánar um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Neðst í fréttinni má síðan fylgjast með vaktinni þar sem greint verður frá öllum helstu vendingum í tengslum við faraldurinn í dag.
Þessar hörðu aðgerðir voru kynntar í gær eftir að sautján manns greindust innanlands á þriðjudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar er nú ráðandi í faraldrinum en það er meira smitandi en aðrir stofnar hennar. Þá er talið að það geti valdið meiri veikindum og leggist meira á börn og ungt fólk. Sóttvarnaaðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Ekki mega fleiri en tíu koma saman og gilda fjöldatakmörk að meginreglu fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum hefur verið gert að loka en leikskólar verða áfram opnir. Þó eru leikskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til hádegis í dag. Fjölmargri annarri starfsemi er einnig lokað en hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar á samkomutakmörkunum sem hafa tekið gildi. Þá má lesa nánar um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Neðst í fréttinni má síðan fylgjast með vaktinni þar sem greint verður frá öllum helstu vendingum í tengslum við faraldurinn í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira