Tíu prósent smitaðra gætu þurft að leggjast inn: Aftur safnað í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:29 Alma Möller landlæknir. Lögreglan Heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir að allt að 10 prósent þeirra sem veikjast af breska afbrigði SARS-CoV-2 muni þurfa að leggjast inn á spítala. Verið er að vinna í að styrkja getu Covid-19 göngudeildar og getuna til að taka á móti börnum. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Fram kom á fundinum að breska afbrigðið er ekki bara meira smitandi heldur einnig alvarlegra en önnur en tvær tegundir þess eru nú á landinu. 2,5 fallt fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins en þeirra sem á undan hafa farið og má gera ráð fyrir að hið fjögurra prósenta hlutfall smitaðra sem lögðust inn í fyrri bylgjum aukist í tíu prósent. Heilbrigðisyfirvöld funduðu með fulltrúum Landspítala í gær og hafa einnig átt samtöl við forsvarsmenn annarra heilbrigðisstofnana. Þá hefur mikið verið að gera hjá heilsugæslunni en búist er við að á þriðja þúsund sýna verði tekin í dag. Sömuleiðis er mikið að gera í bólusetningum og verða mörg þúsund bólusett í vikunni. Heilsugæslan biðlar til þeirra sem eru í sóttkví að mæta eingöngu í boðaðan tíma í sýnatöku og þeir sem þurfa á læknisaðstoð að halda eru beðnir um að hringja og fá leiðbeiningar. Þeir sem eru með einkenni öndunarfærasýkinga eru beðnir um að fara fyrst í sýnatöku og ef þeir fá neikvætt að hringja þá í heilsugæsluna eða koma á vaktina ef þeir þurfa aðstoð. Viðhafa þarf ýtrustu smitvarnir en ef menn eru mjög veikir er hægt að mæta beint á heilsugæsluna. Alma sagði skráningu hafna að nýju í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Verið væri að byrja upp á nýtt þannig að þeir sem vildu bjóða fram krafta sína þyrftu að hafa aftur samband. Biðlaði hún sérstaklega til heilbrigðisstarfsfólk sem væri að vinna við önnur störf, utan opinberu heilbrigðisþjónustunnar eða væru farnir á eftirlaun. Þá geta nemar einnig skráð sig. Sagðist hún hins vegar vonast til þess að ástandið yrði ekki langvarandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Fram kom á fundinum að breska afbrigðið er ekki bara meira smitandi heldur einnig alvarlegra en önnur en tvær tegundir þess eru nú á landinu. 2,5 fallt fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins en þeirra sem á undan hafa farið og má gera ráð fyrir að hið fjögurra prósenta hlutfall smitaðra sem lögðust inn í fyrri bylgjum aukist í tíu prósent. Heilbrigðisyfirvöld funduðu með fulltrúum Landspítala í gær og hafa einnig átt samtöl við forsvarsmenn annarra heilbrigðisstofnana. Þá hefur mikið verið að gera hjá heilsugæslunni en búist er við að á þriðja þúsund sýna verði tekin í dag. Sömuleiðis er mikið að gera í bólusetningum og verða mörg þúsund bólusett í vikunni. Heilsugæslan biðlar til þeirra sem eru í sóttkví að mæta eingöngu í boðaðan tíma í sýnatöku og þeir sem þurfa á læknisaðstoð að halda eru beðnir um að hringja og fá leiðbeiningar. Þeir sem eru með einkenni öndunarfærasýkinga eru beðnir um að fara fyrst í sýnatöku og ef þeir fá neikvætt að hringja þá í heilsugæsluna eða koma á vaktina ef þeir þurfa aðstoð. Viðhafa þarf ýtrustu smitvarnir en ef menn eru mjög veikir er hægt að mæta beint á heilsugæsluna. Alma sagði skráningu hafna að nýju í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Verið væri að byrja upp á nýtt þannig að þeir sem vildu bjóða fram krafta sína þyrftu að hafa aftur samband. Biðlaði hún sérstaklega til heilbrigðisstarfsfólk sem væri að vinna við önnur störf, utan opinberu heilbrigðisþjónustunnar eða væru farnir á eftirlaun. Þá geta nemar einnig skráð sig. Sagðist hún hins vegar vonast til þess að ástandið yrði ekki langvarandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira