„Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 13:03 Frosti vildi fá svör við því hvort erfiðleikar sem heilbrigðisráðherra hefur mátt stríða við í sínu persónulega lífi væru slíkir að það hefði áhrif á getu hennar til að gegna hinu viðfangsmikla verkefni sem að stöðu hennar snýr. Þetta þótti Katrínu afar furðuleg spurning, stoppaði Frosta af og las honum pistilinn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira