Tvöfaldaði bólusetningarmarkmiðið og staðfesti framboð 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 23:50 Joe Biden Bandaríkjaforseti á fyrsta blaðamannafundi sínum í Hvíta húsinu í dag. getty/Chip Somodevilla Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans hygðist útdeila 200 milljón bóluefnisskömmtum á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Það eru tvöfalt fleiri skammtar en Biden hafði áður lofað að yrðu gefnir á sama tímabili. Þetta kom fram í upphafi fyrsta blaðamannafundar Bidens síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann kvaðst meðvitaður um að hið uppfærða markmið um tvö hundruð milljónir skammta væri djarft. „En ekkert annað land í heiminum kemst einu sinni nálægt því sem við erum að gera,“ sagði forsetinn. Biden þurfti þó einnig að svara spurningum um öllu vandasamari málefni. Þannig hefur ríkisstjórn hans sætt talsverðri gagnrýni síðustu vikur vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem börnum sem koma til landsins án fylgdar fullorðinna er enn haldið í þúsundatali. Blaðamannafundinn í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Biden var inntur eftir því hvort stefna hans í málaflokknum stuðlaði ef til vill að aukningu í straumi barna sem koma ein til Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann þvertók fyrir það; sagði aukninguna árstíðabundna og eðlilega, auk þess sem hann kenndi fyrirrennara sínum Donald Trump um ástandið. Þá lagði Biden áherslu á að staðan á landamærunum teldist ekki „neyðarástand“ og lofaði að tryggja aðgengi fjölmiðla að landamærastöðvunum, hvar innflytjendum er haldið. Biden sagði einnig að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í næstu forsetakosningum árið 2024. Hann hafði ekki staðfest þetta fyrr en nú. Biden, sem nú er 78 ára, verður 82 ára þegar kosningarnar fara fram. Næði hann endurkjöri yrði hann því 86 ára í lok embættistíðar sinnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Þetta kom fram í upphafi fyrsta blaðamannafundar Bidens síðan hann tók við forsetaembættinu. Hann kvaðst meðvitaður um að hið uppfærða markmið um tvö hundruð milljónir skammta væri djarft. „En ekkert annað land í heiminum kemst einu sinni nálægt því sem við erum að gera,“ sagði forsetinn. Biden þurfti þó einnig að svara spurningum um öllu vandasamari málefni. Þannig hefur ríkisstjórn hans sætt talsverðri gagnrýni síðustu vikur vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem börnum sem koma til landsins án fylgdar fullorðinna er enn haldið í þúsundatali. Blaðamannafundinn í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Biden var inntur eftir því hvort stefna hans í málaflokknum stuðlaði ef til vill að aukningu í straumi barna sem koma ein til Bandaríkjanna frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann þvertók fyrir það; sagði aukninguna árstíðabundna og eðlilega, auk þess sem hann kenndi fyrirrennara sínum Donald Trump um ástandið. Þá lagði Biden áherslu á að staðan á landamærunum teldist ekki „neyðarástand“ og lofaði að tryggja aðgengi fjölmiðla að landamærastöðvunum, hvar innflytjendum er haldið. Biden sagði einnig að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs í næstu forsetakosningum árið 2024. Hann hafði ekki staðfest þetta fyrr en nú. Biden, sem nú er 78 ára, verður 82 ára þegar kosningarnar fara fram. Næði hann endurkjöri yrði hann því 86 ára í lok embættistíðar sinnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira