„Má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 06:57 Það verður ansi hvasst víða á landinu síðdegis á morgun miðað við þetta vindaspákort Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands Veðurspáin fyrir helgina er ekkert sérstök og að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands „má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“. Núna eru gular viðvaranir í gildi um nánast allt land vegna norðaustan hríðarveðurs en flestar renna þær úr gildi í dag eða kvöld. Varað er við veðri í öllum landshlutum í dag nema á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en eftirfarandi segir til að mynda í viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á hádegi: „Norðan 15-23 m/s með staðbundnar vinhviður um og yfir 35 m/s, einkum austan Öræfa. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.“ Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag gangi á með norðanhríðarveðri á norðurhluta landsins en léttir smám saman til fyrir sunnan. Jafnframt mun þó hvessa mjög suðaustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviðum þegar líður á daginn. „Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til. Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðan 15-23 m/s V-lands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SA-lands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 SA-lands. Snjókoma með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari NA-til. Hlýnar í veðri S-til. Á laugardag: Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en síðan vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningu S-til um kvöldið, en hægara og úrkomulítið nyrðra. Frost 2 til 12 stig, en hlýnar syðst seinni partinn. Á sunnudag (pálmasunnudagur): Hvöss norðan- og norðvestátt með snjókomu eða éljagangi, en heldur hægara og úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Norðvestlæg átt, allhvöss NA-til, en annars hægari. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Harðnandi frost. Á þriðjudag: Útlit fyrir hægan vind, víða bjartvið talsvert frost, en dálítil él syðst. Á miðvikudag: Líklega stíf suðvestanátt, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi veður. Á fimmtudag (skírdagur): Vísbendingar um norðvestanátt og kólandi veður. Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Núna eru gular viðvaranir í gildi um nánast allt land vegna norðaustan hríðarveðurs en flestar renna þær úr gildi í dag eða kvöld. Varað er við veðri í öllum landshlutum í dag nema á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en eftirfarandi segir til að mynda í viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á hádegi: „Norðan 15-23 m/s með staðbundnar vinhviður um og yfir 35 m/s, einkum austan Öræfa. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.“ Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag gangi á með norðanhríðarveðri á norðurhluta landsins en léttir smám saman til fyrir sunnan. Jafnframt mun þó hvessa mjög suðaustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviðum þegar líður á daginn. „Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til. Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðan 15-23 m/s V-lands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SA-lands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 SA-lands. Snjókoma með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari NA-til. Hlýnar í veðri S-til. Á laugardag: Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en síðan vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningu S-til um kvöldið, en hægara og úrkomulítið nyrðra. Frost 2 til 12 stig, en hlýnar syðst seinni partinn. Á sunnudag (pálmasunnudagur): Hvöss norðan- og norðvestátt með snjókomu eða éljagangi, en heldur hægara og úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Norðvestlæg átt, allhvöss NA-til, en annars hægari. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Harðnandi frost. Á þriðjudag: Útlit fyrir hægan vind, víða bjartvið talsvert frost, en dálítil él syðst. Á miðvikudag: Líklega stíf suðvestanátt, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi veður. Á fimmtudag (skírdagur): Vísbendingar um norðvestanátt og kólandi veður.
Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira