Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2021 21:45 Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands, og stofnandi Queer in Iceland. Einar Árnason Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. Það heitir Sigfúsarhús og var reist árið 1895. Þar var lengi verslun en síðast félagsmiðstöð aldraðra. Núna er þetta virðulega hús að fá nýtt en óvenjulegt hlutverk, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Sigfúsarhús er talið næstelsta hús Neskaupstaðar.Einar Árnason „Hér erum við að gera upp þetta hús og erum að búa til hinsegin listamannadvöl, eða „residency“ eins og það er kallað á ensku,“ segir Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands og stofnandi Queer in Iceland ásamt Hafsteini Hafsteinssyni. „Þetta hús verður að hluta heimili okkar Hafsteins, mannsins míns, sem er listamaður, og að hluta verða hérna fimm herbergi fyrir gesti og vinnustofur.“ Upprunalegum innviðum er haldið en um leið reynt að skapa hýran brag með veggfóðri og litavali.Einar Árnason Upprunalegum stíl hússins er blandað við anda nýs hlutverks. „Við látum húsið njóta sín eins og það var en jafnframt að það sé hýrt - öðruvísi og skemmtilegt – og gerum það kannski í veggfóðrinu og málningunni og slíku,“ segir Hákon. Stefnt er að því að taka inn þrjá hópa á ári, sex vikur í senn, einkum að vetri. „Við erum fyrst og fremst að höfða til hinsegin listamanna og fræðimanna. Þetta eru náttúrlega orðin stór fræði. Það er verið að skoða ýmislegt bæði með hinsegin- og kynjagleraugum. Þannig að það er kannski ekki endilega að gestirnir okkar séu einhverstaðar á rófinu hinsegin. Það getur líka verið að vinna með eitthvað sem tengist þessum þræði, þessari línu. Þú gætir verið að skoða hlut kvenna í sögunni eða slíkt. Ef þig vantar aðstöðuna, og ert á þessari línu, þá höfum við plássið til að taka á móti.“ Séð yfir Neskaupstað. Sigfúsarhús er neðarlega fyrir miðri mynd.Einar Árnason Hákon telur staðsetningu á Norðfirði fjarri Reykjavík vera kost. „Eiginlega allt svona starf, sem fer fram í heiminum, hinsegin stofnanir og þessar tvær aðrar „residensíur“ sem eru til sambærilegar, þetta er allt saman tengt borgum.“ Ísland og dreifbýli með friði og ró sé spennandi. „Þegar fólk dvelur svona lengi þá skapar það svo mikið efni. Það póstar svo miklu á netinu um dvölina sína. Svo fer það heim og þá er það eins og litlar ferðaskrifstofur. Segja öllum frá: Þegar þú ferð til Íslands þá verður þú að koma þarna við og stoppa.“ Horft yfir austasta hluta bæjarins í átt til Norðfjarðarflóa og Barðsness.Einar Árnason Listamennirnir verði lifandi auglýsing. „Og svona skapar bænum einhverja svona öðruvísi menningarlega sérstöðu sem hvergi annars staðar er til á landinu og bara til á tveimur öðrum stöðum í heiminum í dag,“ segir Hákon Guðröðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hinsegin Ferðamennska á Íslandi Húsavernd Eistnaflug Menning Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Það heitir Sigfúsarhús og var reist árið 1895. Þar var lengi verslun en síðast félagsmiðstöð aldraðra. Núna er þetta virðulega hús að fá nýtt en óvenjulegt hlutverk, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Sigfúsarhús er talið næstelsta hús Neskaupstaðar.Einar Árnason „Hér erum við að gera upp þetta hús og erum að búa til hinsegin listamannadvöl, eða „residency“ eins og það er kallað á ensku,“ segir Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands og stofnandi Queer in Iceland ásamt Hafsteini Hafsteinssyni. „Þetta hús verður að hluta heimili okkar Hafsteins, mannsins míns, sem er listamaður, og að hluta verða hérna fimm herbergi fyrir gesti og vinnustofur.“ Upprunalegum innviðum er haldið en um leið reynt að skapa hýran brag með veggfóðri og litavali.Einar Árnason Upprunalegum stíl hússins er blandað við anda nýs hlutverks. „Við látum húsið njóta sín eins og það var en jafnframt að það sé hýrt - öðruvísi og skemmtilegt – og gerum það kannski í veggfóðrinu og málningunni og slíku,“ segir Hákon. Stefnt er að því að taka inn þrjá hópa á ári, sex vikur í senn, einkum að vetri. „Við erum fyrst og fremst að höfða til hinsegin listamanna og fræðimanna. Þetta eru náttúrlega orðin stór fræði. Það er verið að skoða ýmislegt bæði með hinsegin- og kynjagleraugum. Þannig að það er kannski ekki endilega að gestirnir okkar séu einhverstaðar á rófinu hinsegin. Það getur líka verið að vinna með eitthvað sem tengist þessum þræði, þessari línu. Þú gætir verið að skoða hlut kvenna í sögunni eða slíkt. Ef þig vantar aðstöðuna, og ert á þessari línu, þá höfum við plássið til að taka á móti.“ Séð yfir Neskaupstað. Sigfúsarhús er neðarlega fyrir miðri mynd.Einar Árnason Hákon telur staðsetningu á Norðfirði fjarri Reykjavík vera kost. „Eiginlega allt svona starf, sem fer fram í heiminum, hinsegin stofnanir og þessar tvær aðrar „residensíur“ sem eru til sambærilegar, þetta er allt saman tengt borgum.“ Ísland og dreifbýli með friði og ró sé spennandi. „Þegar fólk dvelur svona lengi þá skapar það svo mikið efni. Það póstar svo miklu á netinu um dvölina sína. Svo fer það heim og þá er það eins og litlar ferðaskrifstofur. Segja öllum frá: Þegar þú ferð til Íslands þá verður þú að koma þarna við og stoppa.“ Horft yfir austasta hluta bæjarins í átt til Norðfjarðarflóa og Barðsness.Einar Árnason Listamennirnir verði lifandi auglýsing. „Og svona skapar bænum einhverja svona öðruvísi menningarlega sérstöðu sem hvergi annars staðar er til á landinu og bara til á tveimur öðrum stöðum í heiminum í dag,“ segir Hákon Guðröðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hinsegin Ferðamennska á Íslandi Húsavernd Eistnaflug Menning Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira