Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2021 21:45 Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands, og stofnandi Queer in Iceland. Einar Árnason Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. Það heitir Sigfúsarhús og var reist árið 1895. Þar var lengi verslun en síðast félagsmiðstöð aldraðra. Núna er þetta virðulega hús að fá nýtt en óvenjulegt hlutverk, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Sigfúsarhús er talið næstelsta hús Neskaupstaðar.Einar Árnason „Hér erum við að gera upp þetta hús og erum að búa til hinsegin listamannadvöl, eða „residency“ eins og það er kallað á ensku,“ segir Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands og stofnandi Queer in Iceland ásamt Hafsteini Hafsteinssyni. „Þetta hús verður að hluta heimili okkar Hafsteins, mannsins míns, sem er listamaður, og að hluta verða hérna fimm herbergi fyrir gesti og vinnustofur.“ Upprunalegum innviðum er haldið en um leið reynt að skapa hýran brag með veggfóðri og litavali.Einar Árnason Upprunalegum stíl hússins er blandað við anda nýs hlutverks. „Við látum húsið njóta sín eins og það var en jafnframt að það sé hýrt - öðruvísi og skemmtilegt – og gerum það kannski í veggfóðrinu og málningunni og slíku,“ segir Hákon. Stefnt er að því að taka inn þrjá hópa á ári, sex vikur í senn, einkum að vetri. „Við erum fyrst og fremst að höfða til hinsegin listamanna og fræðimanna. Þetta eru náttúrlega orðin stór fræði. Það er verið að skoða ýmislegt bæði með hinsegin- og kynjagleraugum. Þannig að það er kannski ekki endilega að gestirnir okkar séu einhverstaðar á rófinu hinsegin. Það getur líka verið að vinna með eitthvað sem tengist þessum þræði, þessari línu. Þú gætir verið að skoða hlut kvenna í sögunni eða slíkt. Ef þig vantar aðstöðuna, og ert á þessari línu, þá höfum við plássið til að taka á móti.“ Séð yfir Neskaupstað. Sigfúsarhús er neðarlega fyrir miðri mynd.Einar Árnason Hákon telur staðsetningu á Norðfirði fjarri Reykjavík vera kost. „Eiginlega allt svona starf, sem fer fram í heiminum, hinsegin stofnanir og þessar tvær aðrar „residensíur“ sem eru til sambærilegar, þetta er allt saman tengt borgum.“ Ísland og dreifbýli með friði og ró sé spennandi. „Þegar fólk dvelur svona lengi þá skapar það svo mikið efni. Það póstar svo miklu á netinu um dvölina sína. Svo fer það heim og þá er það eins og litlar ferðaskrifstofur. Segja öllum frá: Þegar þú ferð til Íslands þá verður þú að koma þarna við og stoppa.“ Horft yfir austasta hluta bæjarins í átt til Norðfjarðarflóa og Barðsness.Einar Árnason Listamennirnir verði lifandi auglýsing. „Og svona skapar bænum einhverja svona öðruvísi menningarlega sérstöðu sem hvergi annars staðar er til á landinu og bara til á tveimur öðrum stöðum í heiminum í dag,“ segir Hákon Guðröðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hinsegin Ferðamennska á Íslandi Húsavernd Eistnaflug Menning Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Það heitir Sigfúsarhús og var reist árið 1895. Þar var lengi verslun en síðast félagsmiðstöð aldraðra. Núna er þetta virðulega hús að fá nýtt en óvenjulegt hlutverk, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Sigfúsarhús er talið næstelsta hús Neskaupstaðar.Einar Árnason „Hér erum við að gera upp þetta hús og erum að búa til hinsegin listamannadvöl, eða „residency“ eins og það er kallað á ensku,“ segir Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands og stofnandi Queer in Iceland ásamt Hafsteini Hafsteinssyni. „Þetta hús verður að hluta heimili okkar Hafsteins, mannsins míns, sem er listamaður, og að hluta verða hérna fimm herbergi fyrir gesti og vinnustofur.“ Upprunalegum innviðum er haldið en um leið reynt að skapa hýran brag með veggfóðri og litavali.Einar Árnason Upprunalegum stíl hússins er blandað við anda nýs hlutverks. „Við látum húsið njóta sín eins og það var en jafnframt að það sé hýrt - öðruvísi og skemmtilegt – og gerum það kannski í veggfóðrinu og málningunni og slíku,“ segir Hákon. Stefnt er að því að taka inn þrjá hópa á ári, sex vikur í senn, einkum að vetri. „Við erum fyrst og fremst að höfða til hinsegin listamanna og fræðimanna. Þetta eru náttúrlega orðin stór fræði. Það er verið að skoða ýmislegt bæði með hinsegin- og kynjagleraugum. Þannig að það er kannski ekki endilega að gestirnir okkar séu einhverstaðar á rófinu hinsegin. Það getur líka verið að vinna með eitthvað sem tengist þessum þræði, þessari línu. Þú gætir verið að skoða hlut kvenna í sögunni eða slíkt. Ef þig vantar aðstöðuna, og ert á þessari línu, þá höfum við plássið til að taka á móti.“ Séð yfir Neskaupstað. Sigfúsarhús er neðarlega fyrir miðri mynd.Einar Árnason Hákon telur staðsetningu á Norðfirði fjarri Reykjavík vera kost. „Eiginlega allt svona starf, sem fer fram í heiminum, hinsegin stofnanir og þessar tvær aðrar „residensíur“ sem eru til sambærilegar, þetta er allt saman tengt borgum.“ Ísland og dreifbýli með friði og ró sé spennandi. „Þegar fólk dvelur svona lengi þá skapar það svo mikið efni. Það póstar svo miklu á netinu um dvölina sína. Svo fer það heim og þá er það eins og litlar ferðaskrifstofur. Segja öllum frá: Þegar þú ferð til Íslands þá verður þú að koma þarna við og stoppa.“ Horft yfir austasta hluta bæjarins í átt til Norðfjarðarflóa og Barðsness.Einar Árnason Listamennirnir verði lifandi auglýsing. „Og svona skapar bænum einhverja svona öðruvísi menningarlega sérstöðu sem hvergi annars staðar er til á landinu og bara til á tveimur öðrum stöðum í heiminum í dag,“ segir Hákon Guðröðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hinsegin Ferðamennska á Íslandi Húsavernd Eistnaflug Menning Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira