Eru börnin okkar nægilega upplýst? Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 28. mars 2021 14:00 Vinsældir TikTok, Snapchat og fleiri samfélagsmiðla eru miklar og þá sérstaklega hjá börnum sem oft á tíðum eru á þessum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum aldri, þ.e. 13 ára. Margir foreldrar finna fyrir miklum þrýstingi frá börnum sínum til að láta eftir þeim og leyfa þeim að skrá sig á þessa samfélagsmiðla vegna þess að jú „…ALLIR aðrir í bekknum eru þarna...“. Svo er væntanlega í einhverjum tilvikum, sérstaklega þegar börn hafa náð 13 ára aldri, að þau ákveða sjálf að sækja sér þessa miðla í snjallsíma sína án þess að upplýsa foreldra sína um það. Vegna þessara vinsælda og hversu mörg börn eru á þessum miðlum vaknar upp sú spurning hvort börnin séu nægilega upplýst um þá. Sömu spurningu mætti yfirfæra á foreldrana. Hversu upplýst eru börnin? Segja má að spurningin sé tvíþætt. Annars vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað samfélagsmiðlarnir gera með upplýsingar þeirra og hins vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað getur orðið um upplýsingar sem þau setja þar inn. Ef við lítum aðeins nánar á fyrra atriðið að þegar viðkomandi smáforrit samfélagsmiðils er sótt í síma þarf að samþykkja langan texta á ensku því ef hann er ekki samþykktur er ekki hægt að nota miðilinn. Við þetta vaknar eðlilega sú spurning hversu mörg börn, ef einhver yfir höfuð, lesa textann áður en þau haka við „I agree“? Textinn ætti að innihalda upplýsingar um hvað hver samfélagsmiðill gerir með persónuupplýsingar, til að mynda hvort þeim sé deilt með þriðja aðila, hversu lengi haldið er utan um þær o.s.frv. Hafa verður í huga að fyrirtækin sem eiga þessa samfélagsmiðla hafa hagnast gríðarlega á persónuupplýsingum enda eru þau hagnaðardrifin þrátt fyrir að notkun á samfélagsmiðlunum sé „ókeypis“. Ef við lítum aðeins nánar á síðara atriðið vaknar sú spurning hvort börnin hugsi sig tvisvar um áður en þau setja inn eða birta myndir, myndbönd og aðrar upplýsingar um sig á miðlunum. Í gegnum miðlana er hægt að senda skilaboð og oft á tíðum eru búnir til hópar t.d. á Snapchat þar sem mörg börn geta skipst á skilaboðum. Telja verður að þegar börn tala sín á milli séu þau almennt ekki að ritskoða hvað þau segja en ætli þau geri það áður en þau skrifa sín á milli? Hvort sem það er myndefni eða skrifaður texti virkar það auðvitað þannig að þegar efni er deilt með öðrum í gegnum samfélagsmiðil er alltaf hætta til staðar að einhver ákveði að nýta sér það t.a.m. með því að taka skjáskot af myndefni eða skilaboðum. Einnig eru til smáforrit sem bjóða upp á þann möguleika að einstaklingar geta tekið upp allt það sem þeir gera og skoða í símum sínum. Sem dæmi er ekki hægt að vista myndband sem einstaklingur fær sent í gegnum Snapchat en þessi smáforrit veita möguleika á því. Því miður er raunin því sú að efni sem börnin ákveða að setja á samfélagsmiðla og deila með öðrum getur leitt til þess að einhver þeirra lendi í stríðni, einelti o.fl. Þessu tengt má benda á hversu auðvelt aðgengi er að börnum í gegnum samfélagsmiðlana fyrir einstaklinga sem ætla sér eitthvað misjafnt. Í byrjun árs voru t.a.m. fréttir um að fullorðnir einstaklingar sem væru jafnvel staðsettir erlendis væru að setja sig í samband við íslensk börn í gegnum Netið og bjóða þeim greiðslu fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Er ekki málið bara að foreldrarnir fylgist með öllu sem börnin gera á samfélagsmiðlunum? Eflaust hugsa einhverjir þegar hingað er komið við sögu að foreldrar eigi að hafa fullt eftirlit með því hvað börn þeirra gera á samfélagsmiðlunum. Vissulega er það hlutverk foreldra að huga að velferð barna sinna í hvívetna en ekki má gleyma því að börnin eiga rétt á persónuvernd og friðhelgi einkalífs og er sá réttur varinn í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það að foreldri ætli sér t.a.m. að lesa öll samskipti sem barn á við vini sína í gegnum samfélagsmiðil má líkja við að foreldri hleri samtal milli tveggja vina sem staddir eru í sama herbergi. Að sjálfsögðu er það þó þannig að leiki grunur á að eitthvað misjafnt sé í gangi á þessum miðlum verða foreldrar að kanna það. Hver er í bestu stöðunni til að upplýsa börnin? Það skiptir miklu máli að veita börnunum fræðslu um samfélagsmiðlana. Markmiðið með slíkri fræðslu er að sjálfsögðu að börnin sjálf verði nægilega upplýst um hvernig samfélagsmiðlarnir virka og þau hugsi sig tvisvar um áður en þau deila efni með öðrum. En hver á að sjá um þessa fræðslu? Til þess að foreldrarnir geti veitt fræðsluna þurfa þeir sjálfir að vera að fullu upplýstir um hvernig samfélagsmiðlarnir virka. Hvað með skólana? Jú skólarnir eru í mjög góðri stöðu til að ná til barnanna og í hinum fullkomna heimi væri Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hluti af kennslu í grunnskólum þar sem hægt væri að flétta fræðslu um samfélagsmiðla í kennslu um persónuvernd og rétt til friðhelgi einkalífs barna. En því miður búum við ekki í fullkomnum heimi. Að svo stöddu eru foreldrarnir því í bestu stöðunni til að fræða börnin. Hvort sem börnin séu nú þegar á samfélagsmiðlum eða ekki og óháð aldri, er gott að byrja sem fyrst með fræðsluna og minna reglulega á hana þannig að hún síist hægt og rólega inn hjá þeim og skili árangri. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Vinsældir TikTok, Snapchat og fleiri samfélagsmiðla eru miklar og þá sérstaklega hjá börnum sem oft á tíðum eru á þessum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum aldri, þ.e. 13 ára. Margir foreldrar finna fyrir miklum þrýstingi frá börnum sínum til að láta eftir þeim og leyfa þeim að skrá sig á þessa samfélagsmiðla vegna þess að jú „…ALLIR aðrir í bekknum eru þarna...“. Svo er væntanlega í einhverjum tilvikum, sérstaklega þegar börn hafa náð 13 ára aldri, að þau ákveða sjálf að sækja sér þessa miðla í snjallsíma sína án þess að upplýsa foreldra sína um það. Vegna þessara vinsælda og hversu mörg börn eru á þessum miðlum vaknar upp sú spurning hvort börnin séu nægilega upplýst um þá. Sömu spurningu mætti yfirfæra á foreldrana. Hversu upplýst eru börnin? Segja má að spurningin sé tvíþætt. Annars vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað samfélagsmiðlarnir gera með upplýsingar þeirra og hins vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað getur orðið um upplýsingar sem þau setja þar inn. Ef við lítum aðeins nánar á fyrra atriðið að þegar viðkomandi smáforrit samfélagsmiðils er sótt í síma þarf að samþykkja langan texta á ensku því ef hann er ekki samþykktur er ekki hægt að nota miðilinn. Við þetta vaknar eðlilega sú spurning hversu mörg börn, ef einhver yfir höfuð, lesa textann áður en þau haka við „I agree“? Textinn ætti að innihalda upplýsingar um hvað hver samfélagsmiðill gerir með persónuupplýsingar, til að mynda hvort þeim sé deilt með þriðja aðila, hversu lengi haldið er utan um þær o.s.frv. Hafa verður í huga að fyrirtækin sem eiga þessa samfélagsmiðla hafa hagnast gríðarlega á persónuupplýsingum enda eru þau hagnaðardrifin þrátt fyrir að notkun á samfélagsmiðlunum sé „ókeypis“. Ef við lítum aðeins nánar á síðara atriðið vaknar sú spurning hvort börnin hugsi sig tvisvar um áður en þau setja inn eða birta myndir, myndbönd og aðrar upplýsingar um sig á miðlunum. Í gegnum miðlana er hægt að senda skilaboð og oft á tíðum eru búnir til hópar t.d. á Snapchat þar sem mörg börn geta skipst á skilaboðum. Telja verður að þegar börn tala sín á milli séu þau almennt ekki að ritskoða hvað þau segja en ætli þau geri það áður en þau skrifa sín á milli? Hvort sem það er myndefni eða skrifaður texti virkar það auðvitað þannig að þegar efni er deilt með öðrum í gegnum samfélagsmiðil er alltaf hætta til staðar að einhver ákveði að nýta sér það t.a.m. með því að taka skjáskot af myndefni eða skilaboðum. Einnig eru til smáforrit sem bjóða upp á þann möguleika að einstaklingar geta tekið upp allt það sem þeir gera og skoða í símum sínum. Sem dæmi er ekki hægt að vista myndband sem einstaklingur fær sent í gegnum Snapchat en þessi smáforrit veita möguleika á því. Því miður er raunin því sú að efni sem börnin ákveða að setja á samfélagsmiðla og deila með öðrum getur leitt til þess að einhver þeirra lendi í stríðni, einelti o.fl. Þessu tengt má benda á hversu auðvelt aðgengi er að börnum í gegnum samfélagsmiðlana fyrir einstaklinga sem ætla sér eitthvað misjafnt. Í byrjun árs voru t.a.m. fréttir um að fullorðnir einstaklingar sem væru jafnvel staðsettir erlendis væru að setja sig í samband við íslensk börn í gegnum Netið og bjóða þeim greiðslu fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Er ekki málið bara að foreldrarnir fylgist með öllu sem börnin gera á samfélagsmiðlunum? Eflaust hugsa einhverjir þegar hingað er komið við sögu að foreldrar eigi að hafa fullt eftirlit með því hvað börn þeirra gera á samfélagsmiðlunum. Vissulega er það hlutverk foreldra að huga að velferð barna sinna í hvívetna en ekki má gleyma því að börnin eiga rétt á persónuvernd og friðhelgi einkalífs og er sá réttur varinn í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það að foreldri ætli sér t.a.m. að lesa öll samskipti sem barn á við vini sína í gegnum samfélagsmiðil má líkja við að foreldri hleri samtal milli tveggja vina sem staddir eru í sama herbergi. Að sjálfsögðu er það þó þannig að leiki grunur á að eitthvað misjafnt sé í gangi á þessum miðlum verða foreldrar að kanna það. Hver er í bestu stöðunni til að upplýsa börnin? Það skiptir miklu máli að veita börnunum fræðslu um samfélagsmiðlana. Markmiðið með slíkri fræðslu er að sjálfsögðu að börnin sjálf verði nægilega upplýst um hvernig samfélagsmiðlarnir virka og þau hugsi sig tvisvar um áður en þau deila efni með öðrum. En hver á að sjá um þessa fræðslu? Til þess að foreldrarnir geti veitt fræðsluna þurfa þeir sjálfir að vera að fullu upplýstir um hvernig samfélagsmiðlarnir virka. Hvað með skólana? Jú skólarnir eru í mjög góðri stöðu til að ná til barnanna og í hinum fullkomna heimi væri Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hluti af kennslu í grunnskólum þar sem hægt væri að flétta fræðslu um samfélagsmiðla í kennslu um persónuvernd og rétt til friðhelgi einkalífs barna. En því miður búum við ekki í fullkomnum heimi. Að svo stöddu eru foreldrarnir því í bestu stöðunni til að fræða börnin. Hvort sem börnin séu nú þegar á samfélagsmiðlum eða ekki og óháð aldri, er gott að byrja sem fyrst með fræðsluna og minna reglulega á hana þannig að hún síist hægt og rólega inn hjá þeim og skili árangri. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun