Guðný Árnadóttir var á sínum stað í vörn Napoli en Lára Kristín Pedersen hóf leik á varamannabekknum þegar liðið fékk Empoli í heimsókn.
Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Napoli því Empoli var komið í tveggja marka forystu eftir tólf mínútna leik.
Heimakonur neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin fyrir leikhlé.
Eftir 70 mínútna leik skoraði Sarah Huchet sitt annað mark og þriðja mark Napoli og kom liðinu í forystu. Stefndi allt í annan sigur Napoli í röð eða þar til á 84.mínútu þegar Empoli jafnaði metin í 3-3.
Reyndust það lokatölur leiksins og missti Napoli því af gullnu tækifæri til að lyfta sér upp úr fallsæti.