Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 20:25 Gylfi, til vinstri, í landsleik gegn Frökkum á síðasta ári og Eiður, til hægri, á blaðamannafundi KSÍ. getty/Jeroen Meuwsen/vísir/vilhelm/ Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Guðjón var gestur í hlaðvarpsþættinum fyrr í kvöld en í þar ræddu Guðjón, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson um landsleikina sem fóru fram í dag. Þegar talið barst að A-landsliði karla, sem tapaði 2-0 fyrir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag, sagði Guðjón að honum hafi borist til eyrna að ástæður þess að Gylfi Þór hafi ekki gefið kost á sér í landsleikina þrjá í marsmánuði hafi ekki eingöngu þær að kona hans beri barn undir belti. „Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón. „Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“ „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“ Guðjón útskýrir ekki í hvaða stöðu Eiður Smári sé „hugsanlega“ í sem hafi valdið því að mögulega „ágreiningur eða núningur“ ríki á milli hans og Gylfa Þórs. Vísir reyndi að fá viðbrögð forystu KSÍ, formanns og framkvæmdastjóra, í kvöld en án árangurs. Umræðan hefst eftir ellefu mínútur en Guðjón þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999. Þar að auki hefur hann meðal annars þjálfað Stoke og Barnsley á Englandi auk fjölda liða á Íslandi, þar sem hann vann fjölda meistaratitla á glæstum þjálfaraferli. Uppfært 22.09: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Guðjón var gestur í hlaðvarpsþættinum fyrr í kvöld en í þar ræddu Guðjón, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson um landsleikina sem fóru fram í dag. Þegar talið barst að A-landsliði karla, sem tapaði 2-0 fyrir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag, sagði Guðjón að honum hafi borist til eyrna að ástæður þess að Gylfi Þór hafi ekki gefið kost á sér í landsleikina þrjá í marsmánuði hafi ekki eingöngu þær að kona hans beri barn undir belti. „Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón. „Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“ „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“ Guðjón útskýrir ekki í hvaða stöðu Eiður Smári sé „hugsanlega“ í sem hafi valdið því að mögulega „ágreiningur eða núningur“ ríki á milli hans og Gylfa Þórs. Vísir reyndi að fá viðbrögð forystu KSÍ, formanns og framkvæmdastjóra, í kvöld en án árangurs. Umræðan hefst eftir ellefu mínútur en Guðjón þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999. Þar að auki hefur hann meðal annars þjálfað Stoke og Barnsley á Englandi auk fjölda liða á Íslandi, þar sem hann vann fjölda meistaratitla á glæstum þjálfaraferli. Uppfært 22.09: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira