Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 08:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira