Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 13:53 Um 400 heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir með efni AstraZeneca fyrr í mars. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu en að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala, voru tæplega 400 starfsmenn bólusettir með efninu þann 11. mars síðastliðinn. Bólusetning þeirra var skyndilega stöðvuð þegar sóttvarnalæknir tilkynnti síðar um morguninn að hlé yrði gert á notkun AstraZeneca bóluefnisins vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkefnum. Þrír mánuðir eru látnir líða á milli fyrri og seinni skammts AstraZeneca. Bóluefnið öryggt og áhrifaríkt Nýverið lauk athugun á öryggi bóluefnisins en rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leiddu í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og um væri að ræða fátíð tilfelli. Í kjölfarið hófst bólusetning með efni AstraZeneca hérlendis á ný á föstudag og nær fyrst um sinn einungis til 70 ára og eldri. Áður hafði Lyfjastofnun Evrópu gefið út að engar vísbendingar hafi fundist um galla eða gæðaskort í rannsókn hennar á bóluefninu þar sem einstaka tilfelli blóðtappa voru skoðuð. Að sögn stofnunarinnar eru heilt yfir ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu og jafnvel vísbendingar um minni líkur á blóðtappa hjá bólusettum. Með nálina í öxlinni Til stóð að bólusetja um 500 starfsmenn Landspítala þann 11. mars og þurfti spítalinn að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca þegar bólusetning var stöðvuð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ sagði Anna Sigrún í samtali við Vísi þann 16. mars. Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta.“ Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af AstraZeneca bóluefninu sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Nú hafa tæplega 14 þúsund fengið fyrri skammtinn en notkun þess hófst aftur síðasta föstudag þegar ríflega 4.600 einstaklingar fæddir árin 1946 til 1949 voru bólusettir. Áfram verður bólusett í eldri aldurshópum með bóluefni AstraZeneca í þessari viku. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu en að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala, voru tæplega 400 starfsmenn bólusettir með efninu þann 11. mars síðastliðinn. Bólusetning þeirra var skyndilega stöðvuð þegar sóttvarnalæknir tilkynnti síðar um morguninn að hlé yrði gert á notkun AstraZeneca bóluefnisins vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkefnum. Þrír mánuðir eru látnir líða á milli fyrri og seinni skammts AstraZeneca. Bóluefnið öryggt og áhrifaríkt Nýverið lauk athugun á öryggi bóluefnisins en rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leiddu í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál á borð við blóðtappa kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og um væri að ræða fátíð tilfelli. Í kjölfarið hófst bólusetning með efni AstraZeneca hérlendis á ný á föstudag og nær fyrst um sinn einungis til 70 ára og eldri. Áður hafði Lyfjastofnun Evrópu gefið út að engar vísbendingar hafi fundist um galla eða gæðaskort í rannsókn hennar á bóluefninu þar sem einstaka tilfelli blóðtappa voru skoðuð. Að sögn stofnunarinnar eru heilt yfir ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu og jafnvel vísbendingar um minni líkur á blóðtappa hjá bólusettum. Með nálina í öxlinni Til stóð að bólusetja um 500 starfsmenn Landspítala þann 11. mars og þurfti spítalinn að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca þegar bólusetning var stöðvuð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ sagði Anna Sigrún í samtali við Vísi þann 16. mars. Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta.“ Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af AstraZeneca bóluefninu sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Nú hafa tæplega 14 þúsund fengið fyrri skammtinn en notkun þess hófst aftur síðasta föstudag þegar ríflega 4.600 einstaklingar fæddir árin 1946 til 1949 voru bólusettir. Áfram verður bólusett í eldri aldurshópum með bóluefni AstraZeneca í þessari viku.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00 Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26. mars 2021 20:00
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13