Drama hjá meistaraliðinu: Samherji Alfonsar yfirgaf hótelið án þess að láta neinn vita Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2021 07:00 Alfons Sampsted lengst til hægri og Kasper þriðji frá hægri er Bodo fagnar marki á San Siro gegn AC Milan. Giuseppe Cottini/Getty Alfons Sampsted er með íslenska landsliðinu að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liechenstein á morgun en það er dramatík í herbúðum félagsliðs hans, Bodø/Glimt. Norsku meistararnir hafa síðustu vikur verið við æfingar og keppni á Marbella á Spáni en nú hefur ein af skærustu stjörnum liðsins yfirgefið herbúðirnar án þess að láta kóng né prest vita. Daninn Kasper Junker fór á kostum á síðustu leiktíð, í mögnuðum deildarsigri Bodø/Glimt, og hefur norsku meisturunum borist nokkur tilboð í framherjann sem þeir hafa neitað. Junker hefur verið allt annað en sáttur við framgöngu stjórnarmanna norska liðsins og þegar þeir neituðu tilboði frá Japan um helgina, ákvað Junker að nú væri nóg boðið. Hann yfirgaf æfingarbúðirnar. „Ég get ekki verið hérna lengur,“ sagði Junker í samtali við Avisa Nordland og tók taxa frá hótelinu. Annar norskur miðill, Nettavisen, greinir frá því að það verði nánast ómögulegt fyrir Junker að snúa aftur í æfingabúðirnar vegna kórónuveirureglna. Frode Thomassen er framkvæmdastjóri norska liðsins og hann staðfesti í samtali við TV2 að Daninn hafi yfirgefið æfingabúðirnar án þess að láta neinn hjá félaginu vita af ferðum sínum. „Við sögðum Kasper frá tilboðinu. Að hann hafi yfirgefið hótelið er leiðinlegt og ekki ásættanlegt. Hann er með samning við Glimt. Þetta kom mér á óvart að hann hafi farið og ég heyrði fyrst af þessu á sunnudagskvöldið,“ sagði Frode. Frode bætti því einnig við að tilboðinu hefði verið hafnað vegna tímasetningarinnar. Það styttist í norsku deildina og erfitt yrði fyrir Bodø/Glimt að finna mann í stað Kaspers. Kasper Junker forlot Bodø/Glimts spillerhotell i Spania: - Her kan jeg ikke være mer https://t.co/qFcUjMqgZf— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 28, 2021 Norski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Norsku meistararnir hafa síðustu vikur verið við æfingar og keppni á Marbella á Spáni en nú hefur ein af skærustu stjörnum liðsins yfirgefið herbúðirnar án þess að láta kóng né prest vita. Daninn Kasper Junker fór á kostum á síðustu leiktíð, í mögnuðum deildarsigri Bodø/Glimt, og hefur norsku meisturunum borist nokkur tilboð í framherjann sem þeir hafa neitað. Junker hefur verið allt annað en sáttur við framgöngu stjórnarmanna norska liðsins og þegar þeir neituðu tilboði frá Japan um helgina, ákvað Junker að nú væri nóg boðið. Hann yfirgaf æfingarbúðirnar. „Ég get ekki verið hérna lengur,“ sagði Junker í samtali við Avisa Nordland og tók taxa frá hótelinu. Annar norskur miðill, Nettavisen, greinir frá því að það verði nánast ómögulegt fyrir Junker að snúa aftur í æfingabúðirnar vegna kórónuveirureglna. Frode Thomassen er framkvæmdastjóri norska liðsins og hann staðfesti í samtali við TV2 að Daninn hafi yfirgefið æfingabúðirnar án þess að láta neinn hjá félaginu vita af ferðum sínum. „Við sögðum Kasper frá tilboðinu. Að hann hafi yfirgefið hótelið er leiðinlegt og ekki ásættanlegt. Hann er með samning við Glimt. Þetta kom mér á óvart að hann hafi farið og ég heyrði fyrst af þessu á sunnudagskvöldið,“ sagði Frode. Frode bætti því einnig við að tilboðinu hefði verið hafnað vegna tímasetningarinnar. Það styttist í norsku deildina og erfitt yrði fyrir Bodø/Glimt að finna mann í stað Kaspers. Kasper Junker forlot Bodø/Glimts spillerhotell i Spania: - Her kan jeg ikke være mer https://t.co/qFcUjMqgZf— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 28, 2021
Norski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira