Stjörnu-Sævar ærir sauðfjárbændur Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2021 08:43 Sauðfjárbændur landsins eru allt annað en ánægðir með þátt Sævars, Hvað getum við gert? Bændur vita svo sem alveg hvað þeir gætu gert ef þeir hefðu eitthvað um dagskrárgerðina að segja, nefnilega taka þennan þátt af dagskrá. vísir/vilhelm Þátturinn „Hvað getum við gert?“ sem er í umsjá Sævars Helga Bragasonar, áhugamanns um stjörnufræði og eins harðasta umhverfisverndarsinna Íslands, var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gær en fellur í afar grýtta jörð hjá sauðfjárbændum. Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“ Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“
Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira