Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 17:56 Mynd af vef Grindavíkurbæjar af röðinni á Suðurstrandarvegi. Grindavíkurbær Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira