Ósáttur við starfslokin hjá KSÍ og segir enn margt ósagt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 07:31 Jón Þór Hauksson kom íslenska kvennalandsliðinu á EM í Englandi. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson tjáði sig í fyrsta sinn um brotthvarf sitt sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í gær. Hann sagðist ekki vera sáttur við starfslok sín hjá KSÍ. Jón Þór hætti sem landsliðsþjálfari eftir uppákomu eftir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM í fyrra. Hann sagðist hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Skagamaðurinn var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann var spurður út í brotthvarf sitt frá KSÍ. „Það er gríðarlega margt sem ég er ekki sáttur með,“ sagði Jón Þór. Hann vildi ekki fara mikið nánar út í málið en sagði að enn væri margt ósagt í því. „Auðvitað geri ég mikil mistök sem ég hef beðist afsökunar á. Ég týndi mér í gleðinni eftir að hafa komið liðinu á EM og fagnaði því rækilega. Ég hefði viljað að það hefði verið betur staðið að þessum starfslokum og það er margt í því sem er ennþá ósagt.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Jón Þór Hauksson um stöðuna á A-liðinu og U21. Vill nýjan keeper í búrið á morgun Jón Þór segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hjá sér og KSÍ að hann léti lítið fyrir sér fara eftir að fréttir af uppákomunni í Ungverjalandi bárust. „Það var strax tekin ákvörðun að ég myndi stíga til baka og færi ekki í þennan storm eða hvað sem má kalla það sem fylgdi í kjölfarið. Ég meðvitað fór aðeins bak við tjöldin,“ sagði Jón Þór. „Við munum taka þetta við gott tækifæri. Fyrst og fremst er ég spenntur að fylgjast með framgangi þessa liðs.“ Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Hann stýrði því í tuttugu leikjum. Tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Jón Þór hætti sem landsliðsþjálfari eftir uppákomu eftir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM í fyrra. Hann sagðist hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Skagamaðurinn var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann var spurður út í brotthvarf sitt frá KSÍ. „Það er gríðarlega margt sem ég er ekki sáttur með,“ sagði Jón Þór. Hann vildi ekki fara mikið nánar út í málið en sagði að enn væri margt ósagt í því. „Auðvitað geri ég mikil mistök sem ég hef beðist afsökunar á. Ég týndi mér í gleðinni eftir að hafa komið liðinu á EM og fagnaði því rækilega. Ég hefði viljað að það hefði verið betur staðið að þessum starfslokum og það er margt í því sem er ennþá ósagt.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Jón Þór Hauksson um stöðuna á A-liðinu og U21. Vill nýjan keeper í búrið á morgun Jón Þór segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hjá sér og KSÍ að hann léti lítið fyrir sér fara eftir að fréttir af uppákomunni í Ungverjalandi bárust. „Það var strax tekin ákvörðun að ég myndi stíga til baka og færi ekki í þennan storm eða hvað sem má kalla það sem fylgdi í kjölfarið. Ég meðvitað fór aðeins bak við tjöldin,“ sagði Jón Þór. „Við munum taka þetta við gott tækifæri. Fyrst og fremst er ég spenntur að fylgjast með framgangi þessa liðs.“ Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Hann stýrði því í tuttugu leikjum. Tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust.
EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira