Neyðarkall Arnar Már Eyfells Davíðsson skrifar 1. apríl 2021 09:00 Áður en lengra er haldið vil ég ítreka að ég er ekki sjálfskipaður sófasérfræðingur á sviði landamæramála eða sóttvarna, ráðinn af nýgotneskum feigðarkrákum sitjandi í sínum steypta sessi fyrir ofan lyklaborðin sín að fylgjast með á ljósvakamiðlum áður en þau hella sér yfir alla og allt sem á sér stað í samfélaginu. Þvert á móti. Ég vil meira að segja meina að ég gefi mig ekki út fyrir að hafa skoðanir á hlutum sem ég hef ekkert sérstakt vit á. En að þessu sinni, þar sem geðheilsa mín og margra nánustu vina og vandamanna minna hefur hrörnað undanfarið ár, fann ég mig knúinn til þess að setjast niður, fá mér rótsterkt kaffi sem bragðast frekar eins og útþynnt mold heldur en kaffi og þannig auka dópamín flæðið mitt allhressilega, áður en ég opna á samtal við æðstu stjórnendur landsins um stöðu okkar Íslendinga í þessum heimsfaraldri. Við höfum nefnilega dansað í takt við fyrirskipanir keisarans í meira en tólf mánuði og höfum í gríð og erg sýnt þeim tilskipunum sem hafa verið bornar upp skilning og fylgt þeim í einu og öllu, enda ekkert óeðlilegt við það. Svo því sé haldið til haga er ég ekki að fara mæta í Bónus og bölva því að vera með grímu eða fara í kröfugöngu gegn bólusetningu. Ég er með almannavörnum í liði og verð það áfram. En þessa dagana eru einu alvöru áhrifavaldar landsins farnir að hljóma eins og jarðfræðingarnir þegar þeir gefa sitt mat á gosstöðvunum í Fagradal. Hringavitleysan í hringleikahúsinu virðist ekki ætla að enda. Í fyrra áttum við ekki að fara í sumarbústað yfir páskana. Nú erum við hvött, beint og óbeint, að finna okkur griðarstað í faðmi „páskaeggsins“ rétt eins og í „jólakúlunni“ í desember og læsa okkur inni með þeim sem standa okkur næst, hvort sem það er í bústað eða ekki. Skólahald er stöðvað, en samt bara rétt fyrir páska til þess að þyrla upp eins miklu ryki og mögulega hægt er, en svo verður „eðlilegt“ skólahald aftur tekið upp með einhverjum hætti beint eftir páska. Skemmtistaðir mega ekki vera opnir á meðan aðrir skemmtistaðir selja samlokur til þess að geta haldið sínum rekstri við að einhverju leyti. Einn fer í þrot, annar umbreytist í Sómasamlokusölu með Aperol Spritz til hliðar í staðinn fyrir Frissa Fríska. Veitingastöðum er skipt upp eins og menntaskólamatsali í amerískri þroskasögu. Við megum ekki mæta á æfingar með félagsliðunum okkar en megum safna saman í hóp sem samanstendur af tíu félagsliðum til þess að skoða froðufellandi fjall á Suðurnesinu frussa sínu fegursta og búa til nýja nýlendu innan Íslands daglega. Í ofanálag megum við ekki heimsækja ættingja sem liggja veikir fyrir á Landspítalanum nema í klukkustund í senn. Þrátt fyrir alla hringavitleysuna þá held ég áfram að fylgja þeim reglum sem eru settar þótt ég sé ekkert allt of kátur með þær. En þegar hertar aðgerðir voru kynntar í fjórðu bylgju gat ég ekki annað en hrópað, öskrað, bölvað og blöskrað. Heyrðist þá neyðarkallið. Við eigum öll að standa saman, vera í sama liði og vera almannavarnir. En það virðist ekki eiga við um landamærin. Því langar mig að spyrja: Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að hampa einni atvinnugrein umfram öllum öðrum? Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að horfa frekar til ferðaþorsta erlendra einstaklinga umfram andlegrar heilsu sinnar eigin þjóðar? Hversu oft þarf íslenska þjóðin að loka sig af og kyngja nýjum og hertum aðgerðum á meðan erlendir ferðamenn svala forvitnisþörf sinni og þykjast fara í sóttkví þess á milli? Hversu mörg afbrigði þurfa að hrókerast framhjá yfirvöldum í gegnum landamærin til þess að við loksins áttum okkur á því að það sé skæður heimsfaraldur í gangi? Við erum mjög greinilega ekki í þessu saman. En ekki misskilja mig, ég hef ekkert gegn endurreisn efnahagskerfisins innanlands og þrái ekkert meira en að sjá fleiri lundabúðir spretta upp í mínu nánasta nágrenni, fá frændfólk mitt af erlendum uppruna að ferðast til landsins aftur og kenna þeim að segja Eyjafjallajökull og skál. En það er staður og stund fyrir allt og einmitt núna er það mitt auma, amatör-mat að íslenska ríkið ætti með einu og öllu að loka landamærunum tímabundið. Byggja upp „hype“ hjá öllum eldgosaáhugamönnum og markaðssetja okkur sem áhugaverðasta stað í heimi - þegar - landamærin opna. Stay tuned. Like and subscribe for more news. Öll sú gleði. Við gætum samhliða því náð stjórn á faraldrinum. Er það ekki? Eða var Nýja-Sjálands dæmið bara hluti af hinni nýju öldu falsfrétta sem allir tala um? Við gætum þá einnig veitt þeim fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem verða verst úti (þrátt fyrir gullgrafaraæði síðastliðin ár) sambærilega styrki og við þekkjum frá því í fyrra á meðan við náum tökum á vandanum innanlands, í stað þess að skipa alla þá sem koma til landsins í stofufangelsi í fimm daga á þeirra kostnað, sem mun eflaust einungis skilja fólk eftir með meira óbragð í munninum eftir Íslandsför sína heldur en ella. En hvað veit ég. Þetta er náttúrulega bara mat áhugamanns um vellíðan og geðheilsu Íslendinga. Ég er hvorki faglærður né þykist ég vera sérfræðingur í þessum málum. Fyrir mér er þetta bara Football Fantasy. Ég þarf aldrei að takast beint á við þessi verkefni en maður veltir þessu fyrir sér. Ætli þetta sé ekki bara ákall á hjálp? Þangað til held ég áfram að ofanda yfir því að geta ekki heimsótt ömmu mína nema í klukkustund annan eða þriðja hvern dag upp á Landspítala á meðan John og Jane Doe dúlla sér í sinni ferð um Reykjanesið eftir að hafa brotið sér leið úr sinni sóttkví, án eftirlits. Höfundur er framleiðandi á sviði íslenskrar kvikmyndagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Áður en lengra er haldið vil ég ítreka að ég er ekki sjálfskipaður sófasérfræðingur á sviði landamæramála eða sóttvarna, ráðinn af nýgotneskum feigðarkrákum sitjandi í sínum steypta sessi fyrir ofan lyklaborðin sín að fylgjast með á ljósvakamiðlum áður en þau hella sér yfir alla og allt sem á sér stað í samfélaginu. Þvert á móti. Ég vil meira að segja meina að ég gefi mig ekki út fyrir að hafa skoðanir á hlutum sem ég hef ekkert sérstakt vit á. En að þessu sinni, þar sem geðheilsa mín og margra nánustu vina og vandamanna minna hefur hrörnað undanfarið ár, fann ég mig knúinn til þess að setjast niður, fá mér rótsterkt kaffi sem bragðast frekar eins og útþynnt mold heldur en kaffi og þannig auka dópamín flæðið mitt allhressilega, áður en ég opna á samtal við æðstu stjórnendur landsins um stöðu okkar Íslendinga í þessum heimsfaraldri. Við höfum nefnilega dansað í takt við fyrirskipanir keisarans í meira en tólf mánuði og höfum í gríð og erg sýnt þeim tilskipunum sem hafa verið bornar upp skilning og fylgt þeim í einu og öllu, enda ekkert óeðlilegt við það. Svo því sé haldið til haga er ég ekki að fara mæta í Bónus og bölva því að vera með grímu eða fara í kröfugöngu gegn bólusetningu. Ég er með almannavörnum í liði og verð það áfram. En þessa dagana eru einu alvöru áhrifavaldar landsins farnir að hljóma eins og jarðfræðingarnir þegar þeir gefa sitt mat á gosstöðvunum í Fagradal. Hringavitleysan í hringleikahúsinu virðist ekki ætla að enda. Í fyrra áttum við ekki að fara í sumarbústað yfir páskana. Nú erum við hvött, beint og óbeint, að finna okkur griðarstað í faðmi „páskaeggsins“ rétt eins og í „jólakúlunni“ í desember og læsa okkur inni með þeim sem standa okkur næst, hvort sem það er í bústað eða ekki. Skólahald er stöðvað, en samt bara rétt fyrir páska til þess að þyrla upp eins miklu ryki og mögulega hægt er, en svo verður „eðlilegt“ skólahald aftur tekið upp með einhverjum hætti beint eftir páska. Skemmtistaðir mega ekki vera opnir á meðan aðrir skemmtistaðir selja samlokur til þess að geta haldið sínum rekstri við að einhverju leyti. Einn fer í þrot, annar umbreytist í Sómasamlokusölu með Aperol Spritz til hliðar í staðinn fyrir Frissa Fríska. Veitingastöðum er skipt upp eins og menntaskólamatsali í amerískri þroskasögu. Við megum ekki mæta á æfingar með félagsliðunum okkar en megum safna saman í hóp sem samanstendur af tíu félagsliðum til þess að skoða froðufellandi fjall á Suðurnesinu frussa sínu fegursta og búa til nýja nýlendu innan Íslands daglega. Í ofanálag megum við ekki heimsækja ættingja sem liggja veikir fyrir á Landspítalanum nema í klukkustund í senn. Þrátt fyrir alla hringavitleysuna þá held ég áfram að fylgja þeim reglum sem eru settar þótt ég sé ekkert allt of kátur með þær. En þegar hertar aðgerðir voru kynntar í fjórðu bylgju gat ég ekki annað en hrópað, öskrað, bölvað og blöskrað. Heyrðist þá neyðarkallið. Við eigum öll að standa saman, vera í sama liði og vera almannavarnir. En það virðist ekki eiga við um landamærin. Því langar mig að spyrja: Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að hampa einni atvinnugrein umfram öllum öðrum? Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að horfa frekar til ferðaþorsta erlendra einstaklinga umfram andlegrar heilsu sinnar eigin þjóðar? Hversu oft þarf íslenska þjóðin að loka sig af og kyngja nýjum og hertum aðgerðum á meðan erlendir ferðamenn svala forvitnisþörf sinni og þykjast fara í sóttkví þess á milli? Hversu mörg afbrigði þurfa að hrókerast framhjá yfirvöldum í gegnum landamærin til þess að við loksins áttum okkur á því að það sé skæður heimsfaraldur í gangi? Við erum mjög greinilega ekki í þessu saman. En ekki misskilja mig, ég hef ekkert gegn endurreisn efnahagskerfisins innanlands og þrái ekkert meira en að sjá fleiri lundabúðir spretta upp í mínu nánasta nágrenni, fá frændfólk mitt af erlendum uppruna að ferðast til landsins aftur og kenna þeim að segja Eyjafjallajökull og skál. En það er staður og stund fyrir allt og einmitt núna er það mitt auma, amatör-mat að íslenska ríkið ætti með einu og öllu að loka landamærunum tímabundið. Byggja upp „hype“ hjá öllum eldgosaáhugamönnum og markaðssetja okkur sem áhugaverðasta stað í heimi - þegar - landamærin opna. Stay tuned. Like and subscribe for more news. Öll sú gleði. Við gætum samhliða því náð stjórn á faraldrinum. Er það ekki? Eða var Nýja-Sjálands dæmið bara hluti af hinni nýju öldu falsfrétta sem allir tala um? Við gætum þá einnig veitt þeim fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem verða verst úti (þrátt fyrir gullgrafaraæði síðastliðin ár) sambærilega styrki og við þekkjum frá því í fyrra á meðan við náum tökum á vandanum innanlands, í stað þess að skipa alla þá sem koma til landsins í stofufangelsi í fimm daga á þeirra kostnað, sem mun eflaust einungis skilja fólk eftir með meira óbragð í munninum eftir Íslandsför sína heldur en ella. En hvað veit ég. Þetta er náttúrulega bara mat áhugamanns um vellíðan og geðheilsu Íslendinga. Ég er hvorki faglærður né þykist ég vera sérfræðingur í þessum málum. Fyrir mér er þetta bara Football Fantasy. Ég þarf aldrei að takast beint á við þessi verkefni en maður veltir þessu fyrir sér. Ætli þetta sé ekki bara ákall á hjálp? Þangað til held ég áfram að ofanda yfir því að geta ekki heimsótt ömmu mína nema í klukkustund annan eða þriðja hvern dag upp á Landspítala á meðan John og Jane Doe dúlla sér í sinni ferð um Reykjanesið eftir að hafa brotið sér leið úr sinni sóttkví, án eftirlits. Höfundur er framleiðandi á sviði íslenskrar kvikmyndagerðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar