„Þetta er búið, Jogi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 13:00 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar en gæti það gerst fyrrr? Alex Grimm/Getty Images Það var ekki bjart yfir þýskum fjölmiðlum er þeir fjölluðu um þýska landsliðið í knattspyrnu sem tapaði fyrir Norður Makedóníu, 2-1, á heimavelli á miðvikudag. Goran Pandev kom gestunum yfir yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin úr vítaspyrnu. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggðu Norður Makedóníumenn sér svo sigurinn. „Þetta er búið, Jogi,“ sagði einn stærsti fjölmiðill Þýskalands en Matthias Brugelmann, íþróttafréttamaður á Bild, líst ekki á blikuna undir stjórn Löw. „Þetta er þriðja sögulega fallið sem Jogi Löw, eftir mörg góð ár sem landsliðsþjálfari, er ábyrgur fyrir. Fyrst var það að detta úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi, svo stærsta tapið síðan 1931 í 6-0 tapinu gegn Spáni og nú 1-2 tap gegn Norður Makedóníu, sem er í 65. sæti heimslistans.“ „Restin af heiminum er að hlæja að okkur og ef Löw væri þjálfari í félagi í Bundesligunni þá væri hann búinn að missa starfið, og réttilega. Og ef Löw fattar það ekki sjálfur og hættir þá þarf þýska knattspyrnusambandið að stíga niður og setja ekki EM í hættu.“ „Ralf Rangnick og Stefan Kuntz þjálfari U21 árs landsliðsins eru báðir á lausu,“ bætti Matthias við. Oliver Fritsch, blaðamaður á Die Zeit, einbeitti sér hins vegar að færinu sem Timo Werner klúðraði skömmu áður en Norður Makedónía skoraði annað mark sitt. „Á, Timo,“ skrifaði hann. „Varamanninum mistókst að skora á ótrúlegan hátt og þetta er eitthvað sem mun lifa í minningunni lengi. Autt markið, ellefu metrum frá,“ skrifaði Oliver. „Internetið mun aldrei gleyma þessu færi.“ 'It's over Jogi' – German press reacts to historic World Cup qualifying defeat by North Macedonia https://t.co/QEP881M6qJ— Guardian sport (@guardian_sport) April 1, 2021 Þýski boltinn HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Goran Pandev kom gestunum yfir yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin úr vítaspyrnu. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggðu Norður Makedóníumenn sér svo sigurinn. „Þetta er búið, Jogi,“ sagði einn stærsti fjölmiðill Þýskalands en Matthias Brugelmann, íþróttafréttamaður á Bild, líst ekki á blikuna undir stjórn Löw. „Þetta er þriðja sögulega fallið sem Jogi Löw, eftir mörg góð ár sem landsliðsþjálfari, er ábyrgur fyrir. Fyrst var það að detta úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi, svo stærsta tapið síðan 1931 í 6-0 tapinu gegn Spáni og nú 1-2 tap gegn Norður Makedóníu, sem er í 65. sæti heimslistans.“ „Restin af heiminum er að hlæja að okkur og ef Löw væri þjálfari í félagi í Bundesligunni þá væri hann búinn að missa starfið, og réttilega. Og ef Löw fattar það ekki sjálfur og hættir þá þarf þýska knattspyrnusambandið að stíga niður og setja ekki EM í hættu.“ „Ralf Rangnick og Stefan Kuntz þjálfari U21 árs landsliðsins eru báðir á lausu,“ bætti Matthias við. Oliver Fritsch, blaðamaður á Die Zeit, einbeitti sér hins vegar að færinu sem Timo Werner klúðraði skömmu áður en Norður Makedónía skoraði annað mark sitt. „Á, Timo,“ skrifaði hann. „Varamanninum mistókst að skora á ótrúlegan hátt og þetta er eitthvað sem mun lifa í minningunni lengi. Autt markið, ellefu metrum frá,“ skrifaði Oliver. „Internetið mun aldrei gleyma þessu færi.“ 'It's over Jogi' – German press reacts to historic World Cup qualifying defeat by North Macedonia https://t.co/QEP881M6qJ— Guardian sport (@guardian_sport) April 1, 2021
Þýski boltinn HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira