Búið að lagfæra bröttu brekkuna þar sem margir hafa örmagnast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:10 Margir hafa örmagnast við bröttu brekkuna sem fara þarf til að komast að eldgosinu. Lagfæringar hafa verið gerðar þar, Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn segir að margir hafi örmagnast við bratta brekku sem fólk hefur þurft að ganga til að komast að gosstöðvunum. Lagfæringar hafi verið gerðar á leiðinni til að auðvelda yfirferð. Lokað er á gosstöðvunum í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa þrjátíu og sex þúsund manns gengið að eldgosinu í Geldingadölum frá því mælirinn var settur upp þar þann 24. mars. Fimm þúsund og eitthundrað manns voru á svæðinu í gær samkvæmt talningunni sem er svipað og á þriðjudaginn þegar bílaraðir náðu að álverinu í Straumsvík um tíma. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir sætaferðir frá Grindavík mikið nýttar þannig að nánast engar umferðarteppur hafi verið á svæðinu síðustu daga. Aðstæður í brekkunni hafa oft verið afar erfiðar. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir allan þennan fjölda í gær var jafnvægi í bílaumferð allan daginn og engar langar raðir mynduðust. Sætaferðir frá Grindavík eru greinilega að skila sér. Vandamálið hefur verið fjöldi bíla ekki endilega fjöldi fólks,“ segir Gunnar. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu um tuttugu manns í gær sem höfuðu orðið fyrir minniháttar gönguhnjaski. „Oftast er óskað eftir aðstoð eftir að það fer að skyggja eða þegar komið er myrkur og fólk er á niðurleið og er þreytt,“ segir Gunnar. Margir hafa lagt leið sína að eldgosinu frá upphafi.Vísir/Vilhelm Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi örmagnast við bröttu brekkuna sem ganga þarf til að komast að eldsstöðvunum. Fjöldi manns hefur örmagnast þar í slíkum tilfellum höfum við aðstoðað fólk. Við lagfærðum leiðina aðeins í gær þannig að brekkan varð með því aðeins auðveldari,“ segir hann. Hann segir að ef farið sé frá upphafi stikuðu gönguleiðarinnar að Geldingadölum sé ekki nema þrír og hálfur kílómetri að eldgosinu. Því ætti fólk að gera sloppið með sjö kílómetra göngu báðar leiðir. Gosstöðvarnar eru lokaðar í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa þrjátíu og sex þúsund manns gengið að eldgosinu í Geldingadölum frá því mælirinn var settur upp þar þann 24. mars. Fimm þúsund og eitthundrað manns voru á svæðinu í gær samkvæmt talningunni sem er svipað og á þriðjudaginn þegar bílaraðir náðu að álverinu í Straumsvík um tíma. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir sætaferðir frá Grindavík mikið nýttar þannig að nánast engar umferðarteppur hafi verið á svæðinu síðustu daga. Aðstæður í brekkunni hafa oft verið afar erfiðar. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir allan þennan fjölda í gær var jafnvægi í bílaumferð allan daginn og engar langar raðir mynduðust. Sætaferðir frá Grindavík eru greinilega að skila sér. Vandamálið hefur verið fjöldi bíla ekki endilega fjöldi fólks,“ segir Gunnar. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu um tuttugu manns í gær sem höfuðu orðið fyrir minniháttar gönguhnjaski. „Oftast er óskað eftir aðstoð eftir að það fer að skyggja eða þegar komið er myrkur og fólk er á niðurleið og er þreytt,“ segir Gunnar. Margir hafa lagt leið sína að eldgosinu frá upphafi.Vísir/Vilhelm Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi örmagnast við bröttu brekkuna sem ganga þarf til að komast að eldsstöðvunum. Fjöldi manns hefur örmagnast þar í slíkum tilfellum höfum við aðstoðað fólk. Við lagfærðum leiðina aðeins í gær þannig að brekkan varð með því aðeins auðveldari,“ segir hann. Hann segir að ef farið sé frá upphafi stikuðu gönguleiðarinnar að Geldingadölum sé ekki nema þrír og hálfur kílómetri að eldgosinu. Því ætti fólk að gera sloppið með sjö kílómetra göngu báðar leiðir. Gosstöðvarnar eru lokaðar í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira