Búið að lagfæra bröttu brekkuna þar sem margir hafa örmagnast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:10 Margir hafa örmagnast við bröttu brekkuna sem fara þarf til að komast að eldgosinu. Lagfæringar hafa verið gerðar þar, Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn segir að margir hafi örmagnast við bratta brekku sem fólk hefur þurft að ganga til að komast að gosstöðvunum. Lagfæringar hafi verið gerðar á leiðinni til að auðvelda yfirferð. Lokað er á gosstöðvunum í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa þrjátíu og sex þúsund manns gengið að eldgosinu í Geldingadölum frá því mælirinn var settur upp þar þann 24. mars. Fimm þúsund og eitthundrað manns voru á svæðinu í gær samkvæmt talningunni sem er svipað og á þriðjudaginn þegar bílaraðir náðu að álverinu í Straumsvík um tíma. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir sætaferðir frá Grindavík mikið nýttar þannig að nánast engar umferðarteppur hafi verið á svæðinu síðustu daga. Aðstæður í brekkunni hafa oft verið afar erfiðar. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir allan þennan fjölda í gær var jafnvægi í bílaumferð allan daginn og engar langar raðir mynduðust. Sætaferðir frá Grindavík eru greinilega að skila sér. Vandamálið hefur verið fjöldi bíla ekki endilega fjöldi fólks,“ segir Gunnar. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu um tuttugu manns í gær sem höfuðu orðið fyrir minniháttar gönguhnjaski. „Oftast er óskað eftir aðstoð eftir að það fer að skyggja eða þegar komið er myrkur og fólk er á niðurleið og er þreytt,“ segir Gunnar. Margir hafa lagt leið sína að eldgosinu frá upphafi.Vísir/Vilhelm Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi örmagnast við bröttu brekkuna sem ganga þarf til að komast að eldsstöðvunum. Fjöldi manns hefur örmagnast þar í slíkum tilfellum höfum við aðstoðað fólk. Við lagfærðum leiðina aðeins í gær þannig að brekkan varð með því aðeins auðveldari,“ segir hann. Hann segir að ef farið sé frá upphafi stikuðu gönguleiðarinnar að Geldingadölum sé ekki nema þrír og hálfur kílómetri að eldgosinu. Því ætti fólk að gera sloppið með sjö kílómetra göngu báðar leiðir. Gosstöðvarnar eru lokaðar í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa þrjátíu og sex þúsund manns gengið að eldgosinu í Geldingadölum frá því mælirinn var settur upp þar þann 24. mars. Fimm þúsund og eitthundrað manns voru á svæðinu í gær samkvæmt talningunni sem er svipað og á þriðjudaginn þegar bílaraðir náðu að álverinu í Straumsvík um tíma. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir sætaferðir frá Grindavík mikið nýttar þannig að nánast engar umferðarteppur hafi verið á svæðinu síðustu daga. Aðstæður í brekkunni hafa oft verið afar erfiðar. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir allan þennan fjölda í gær var jafnvægi í bílaumferð allan daginn og engar langar raðir mynduðust. Sætaferðir frá Grindavík eru greinilega að skila sér. Vandamálið hefur verið fjöldi bíla ekki endilega fjöldi fólks,“ segir Gunnar. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu um tuttugu manns í gær sem höfuðu orðið fyrir minniháttar gönguhnjaski. „Oftast er óskað eftir aðstoð eftir að það fer að skyggja eða þegar komið er myrkur og fólk er á niðurleið og er þreytt,“ segir Gunnar. Margir hafa lagt leið sína að eldgosinu frá upphafi.Vísir/Vilhelm Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi örmagnast við bröttu brekkuna sem ganga þarf til að komast að eldsstöðvunum. Fjöldi manns hefur örmagnast þar í slíkum tilfellum höfum við aðstoðað fólk. Við lagfærðum leiðina aðeins í gær þannig að brekkan varð með því aðeins auðveldari,“ segir hann. Hann segir að ef farið sé frá upphafi stikuðu gönguleiðarinnar að Geldingadölum sé ekki nema þrír og hálfur kílómetri að eldgosinu. Því ætti fólk að gera sloppið með sjö kílómetra göngu báðar leiðir. Gosstöðvarnar eru lokaðar í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira