Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 12:16 Fosshótel Reykjavík er notað sem sóttkvíarhótel. 165 manns eru nú á hótelinu. Sumir sýna því skilning að þurfa að dvelja þar á meðan aðrir eru ósáttir. Að minnsta kosti einn hefur flúið hótelið. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að eitthvað hafi verið um partýstand en að engin hópamyndun hafi átt sér stað. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira