Viljum við einfalda þjónustuna eða bæta hana? Gerum bæði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2021 14:31 Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Stjórnsýsla Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun