Häcken er spáð titlinum annað árið í röð. Liðið hét Kopparbergs/Göteborg á síðustu leiktíð en vegna fjárhagsvandræða var liðið felld inn í starf Häcken. Hin 19 ára gamla Diljá Ýr Zomers er í leikmannahópi liðsins.
Glódís Perla Víggósdóttir og stöllum hennar í Rosengård er spáð öðru sætinu. Glódís Perla verður á sínum stað í hjarta varnarinnar nema eitthvað óvænt komi upp á.
Í þriðja sæti er svo Íslendingalið Kristianstad. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru meðal leikmanna liðsins, Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari og Björn Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfari.
3. Kristianstad
— Damallsvenskan Nyheter (@damallsvfotboll) March 31, 2021
Succélaget i fjol ser ännu starkare ut i år. Här smäller det rejält, tycker man inte om tufft spel som motståndare så kan man stanna hemma för Gunnarsdottir har utvecklat spelarna till isländska vikingar. Klasspelare över hela banan. Kan sluta med guld.
Min 11a pic.twitter.com/1alcKx0qkI
Liðið endaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð og er spáð sama sæti í ár.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir gengu í raðir Örebro fyrir tímabilið og er spáð 7. sæti. Piteå, lið Hlínar Eiríksdóttur, er spáð 10. sætinu eftir harða fallbaráttubaráttu við Djurgården og AIK.
Guðrún Arnardóttir leikur með Djurgården og Hallbera Guðný Gísladóttir með AIK.