Stina Blackstenius skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu leiksins og tryggði Häcken þar með sæti í úrslitum sænska bikarsins. Lokatölur 1-0 og Häcken mætir þar með Eskilstuna í úrslitaleiknum.
FINAAAAAAAAAL! pic.twitter.com/vRW25WJ91D
— BK Häcken (@bkhackenofcl) April 4, 2021
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í miðverði hjá Rosengård á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á varamannabekk Häcken í dag.