Brýnt fjárfestingarátak Ólafur Ísleifsson skrifar 5. apríl 2021 09:01 Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum í veirufárinu þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld í landinu. Fyrirheitin gengu ekki eftir Fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að auka opinberar framkvæmdir sem hagstjórnaraðgerð vegna farsóttarinnar sýnast ekki hafa gengið eftir ef marka má tölur Hagstofu Íslands um opinbera fjárfestingu. Hún dróst saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Hagsjá Landsbankans ályktar af þessum tölum Hagstofunnar að þessi niðurstaða skjóti verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsinga ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman. Segir í hagsjánni að opinber fjárfesting hafi nú farið minnkandi miðað við fyrra ár í sex ársfjórðunga í röð. Ljóst sé að áform stjórnvalda um stórfelld fjárfestingarátök hafi ekki gengið eftir. Í ljósi þessara efnda á fyrirheitum sýnist kannski í ódýrara kantinum hjá einstökum ráðherrum að kynna nú miklar framkvæmdir. Brettum upp ermar! Við svo búið má ekki standa. Bretta þarf upp ermar og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir með það að markmiði að styrkja innviði, eyða atvinnuleysi og bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þannig verður lagður traustur grunnur að hagsæld þjóðarinnar á komandi tímum. Brýn verkefni Fjölmargar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum um of langt skeið. Ferðamannastraumurinn sýndi að vegakerfið stenst ekki kröfur um burðargetu og öryggi. Treysta þarf flugvelli, vegi, hafnir. Fráveitu- og sorpmál eru víða í ólestri og ógna umhverfi og lýðheilsu. Stór verkefni bíða í orkuvinnslu og orkuflutningum. Hitaveitur og vatnsveitur þarfnast víða endurbóta. Sama á við um fasteignir af ýmsu tagi, skóla og sjúkrahús, og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Viðhald, endurbætur og nýframkvæmdir Höfundar hagsjár Landsbankans leggja til að byrja að vinna á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf sem myndast hefur á síðustu árum. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi frá febrúar á þessu ári kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi umtalsverð. Þörfin er áætluð um 420 ma.kr. eða 14,2% af landsframleiðslu ársins 2020. Þessi upphæð nemur rúmlega fjórfaldri opinberri fjárfestingu ársins 2020. Viðhaldi innviða hefur að dómi SI verið verulega ábótavant í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Víða um land eru hættulegir vegarkaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru kapítuli út af fyrir sig. Þar þarf að styrkja stofnbrautir, koma upp mislægum gatnamótum, beita ljósastýringu og leggja Sundabraut. Umtalsverð raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Þetta kallar á fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Skortur er á hjúkrunarheimilum. Uppræta þarf myglu í fjölmörgum opinberum byggingum. Skynsamleg fjármögnun framkvæmda Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Hefur byggst upp í landinu þekking á rekstri slíkra verkefna. Til að fjármagna framkvæmdir af þessu tagi má sjá fyrir sér að ríkið stofni félag sem nýtir þekkingu og hugvit. Slíkt félag gæti leitað til almennings og boðið lífeyrissjóðum áhugaverða fjárfestingarkosti sem féllu vel að eignasöfnum þeirra. Með þessu væri komið til móts við nauðsyn sjóðanna á að ávaxta ráðstöfunarfé til langs tíma til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Verkefnin eru arðsöm og geta staðið undir vænlegri ávöxtun til þeirra sem leggja fjármagn til framkvæmda. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum í veirufárinu þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld í landinu. Fyrirheitin gengu ekki eftir Fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að auka opinberar framkvæmdir sem hagstjórnaraðgerð vegna farsóttarinnar sýnast ekki hafa gengið eftir ef marka má tölur Hagstofu Íslands um opinbera fjárfestingu. Hún dróst saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Hagsjá Landsbankans ályktar af þessum tölum Hagstofunnar að þessi niðurstaða skjóti verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsinga ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman. Segir í hagsjánni að opinber fjárfesting hafi nú farið minnkandi miðað við fyrra ár í sex ársfjórðunga í röð. Ljóst sé að áform stjórnvalda um stórfelld fjárfestingarátök hafi ekki gengið eftir. Í ljósi þessara efnda á fyrirheitum sýnist kannski í ódýrara kantinum hjá einstökum ráðherrum að kynna nú miklar framkvæmdir. Brettum upp ermar! Við svo búið má ekki standa. Bretta þarf upp ermar og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir með það að markmiði að styrkja innviði, eyða atvinnuleysi og bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þannig verður lagður traustur grunnur að hagsæld þjóðarinnar á komandi tímum. Brýn verkefni Fjölmargar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni hafa af ýmsum ástæðum setið á hakanum um of langt skeið. Ferðamannastraumurinn sýndi að vegakerfið stenst ekki kröfur um burðargetu og öryggi. Treysta þarf flugvelli, vegi, hafnir. Fráveitu- og sorpmál eru víða í ólestri og ógna umhverfi og lýðheilsu. Stór verkefni bíða í orkuvinnslu og orkuflutningum. Hitaveitur og vatnsveitur þarfnast víða endurbóta. Sama á við um fasteignir af ýmsu tagi, skóla og sjúkrahús, og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Viðhald, endurbætur og nýframkvæmdir Höfundar hagsjár Landsbankans leggja til að byrja að vinna á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf sem myndast hefur á síðustu árum. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi frá febrúar á þessu ári kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi umtalsverð. Þörfin er áætluð um 420 ma.kr. eða 14,2% af landsframleiðslu ársins 2020. Þessi upphæð nemur rúmlega fjórfaldri opinberri fjárfestingu ársins 2020. Viðhaldi innviða hefur að dómi SI verið verulega ábótavant í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Víða um land eru hættulegir vegarkaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru kapítuli út af fyrir sig. Þar þarf að styrkja stofnbrautir, koma upp mislægum gatnamótum, beita ljósastýringu og leggja Sundabraut. Umtalsverð raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Þetta kallar á fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Skortur er á hjúkrunarheimilum. Uppræta þarf myglu í fjölmörgum opinberum byggingum. Skynsamleg fjármögnun framkvæmda Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Hefur byggst upp í landinu þekking á rekstri slíkra verkefna. Til að fjármagna framkvæmdir af þessu tagi má sjá fyrir sér að ríkið stofni félag sem nýtir þekkingu og hugvit. Slíkt félag gæti leitað til almennings og boðið lífeyrissjóðum áhugaverða fjárfestingarkosti sem féllu vel að eignasöfnum þeirra. Með þessu væri komið til móts við nauðsyn sjóðanna á að ávaxta ráðstöfunarfé til langs tíma til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Verkefnin eru arðsöm og geta staðið undir vænlegri ávöxtun til þeirra sem leggja fjármagn til framkvæmda. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar