Fótbolti

Raiola segist ekki hafa beðið um stóra summu af kaup­verði Hålands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mino Raiola er umboðsmaður leikmanna eins og Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic.
Mino Raiola er umboðsmaður leikmanna eins og Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic. vísir/getty

Mino Raiola, umboðsmaður Erlings Braut Håland og fleiri stórstjarna, fór á samfélagsmiðla og þvertók fyrir fréttir sem bárust í fjölmiðlum fyrr í vikunni um hann og faðir Erlings.

Mino og pabinn Alf Inge Håland ferðuðust til Spánar í síðustu viku þar sem þeir funduðu með bæði Barcelona og Real Madrid. Eftir þær viðræður hafa margar sögusagnir komið upp.

Fjölmiðlar greindu frá því að Mino vildi fá sautján milljónir punda í sinn vasa, myndi Håland skipta til félaganna, og pabbinn myndi einnig vilja sautján milljónir í sinn vasa.

Umboðsmaðurinn umdeildi segir þetta algjört bull og birti færslu á Twitter þar sem hann sagði að falsfréttir breiðast hratt og breitt úr sér, þar sem hann deildi fréttum sem sögðu frá þessum klásúlum.

Risarnir á Spáni sem og Liverpool og Chelsea hafa verið orðuð við Håland en það má teljast líklegt að hinn tvítugi Håland yfirgefi þýska félagið í sumar.

Håland er með klásúlu í samningi sínum að hægt sé að kaupa hann fyrir 65 milljónir punda en sú klásúla virkjast fyrst sumarið 2022. Því er nú talið að Håland kosti um 154 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×