Frumsýning hjá Haaland á Etihad Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2021 14:01 Erling Braut Haaland er mættur til Manchester ásamt liðsfélögum sínum. Hávær orðrómur er um að Haaland gæti gengið til lið við Manchester City í sumar sem arftaki Sergio Aguero. getty/Alexandre Simoes Manchester City heldur áfram á braut sinni í leit að fernunni svokölluðu þegar Borussia Dortmund mætir í heimsókn á Etihad leikvanginn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Erling Braut Haaland hefur verið magnaður fyrir Dortmund á tímabilinu, og ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um að næsti viðkomustaður hans verði Manchester City. Haaland hefur, eins og áður segir, farið á kostum með Dortmund síðan hann gekk til liðs við þá frá RB Salzburg í janúar í fyrra. Þessi tvítugi Norðmaður hefur skorað 22 mörk í 21 leik í þýsku deildinni í vetur, ásamt því að skora tíu mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Hann varð á dögunum fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 20 mörk, og hefur nú skorað í sex leikjum í röð í deild þeirra bestu. Haaland gæti því orðið aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora í sjö Meistaradeildarleikjum í röð með marki í kvöld. Klippa: Mörk Erlings Haaland í Meistaradeildinni Manchester City og Dortmund hafa mæst tvisvar áður, í bæði skiptin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2012-2013. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Etihad vellinum, en Dortmund fór með 1-0 sigur í Þýskalandi. Bæði lið hafa átt í erfiðleikum með að komast áfram úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dortmund gerði það síðast tímabilið 2012-2013 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Bayern Munich. Manchester City hefur tapað fjórum af seinustu fimm leikjum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og dottið úr keppninni á þessu stigi seinustu þrjú ár samfleytt. Það verður því spennandi að sjá hvort að norski framherjinn geti lagt stein í götu City í vegferð þeirra að fernunni, og um leið heillað stjórnarmenn liðsins enn frekar sem mögulegur arftaki Sergio Aguero. Leikur Manchester City og Dortmund hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3, en upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Erling Braut Haaland hefur verið magnaður fyrir Dortmund á tímabilinu, og ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um að næsti viðkomustaður hans verði Manchester City. Haaland hefur, eins og áður segir, farið á kostum með Dortmund síðan hann gekk til liðs við þá frá RB Salzburg í janúar í fyrra. Þessi tvítugi Norðmaður hefur skorað 22 mörk í 21 leik í þýsku deildinni í vetur, ásamt því að skora tíu mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Hann varð á dögunum fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 20 mörk, og hefur nú skorað í sex leikjum í röð í deild þeirra bestu. Haaland gæti því orðið aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora í sjö Meistaradeildarleikjum í röð með marki í kvöld. Klippa: Mörk Erlings Haaland í Meistaradeildinni Manchester City og Dortmund hafa mæst tvisvar áður, í bæði skiptin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2012-2013. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Etihad vellinum, en Dortmund fór með 1-0 sigur í Þýskalandi. Bæði lið hafa átt í erfiðleikum með að komast áfram úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dortmund gerði það síðast tímabilið 2012-2013 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Bayern Munich. Manchester City hefur tapað fjórum af seinustu fimm leikjum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og dottið úr keppninni á þessu stigi seinustu þrjú ár samfleytt. Það verður því spennandi að sjá hvort að norski framherjinn geti lagt stein í götu City í vegferð þeirra að fernunni, og um leið heillað stjórnarmenn liðsins enn frekar sem mögulegur arftaki Sergio Aguero. Leikur Manchester City og Dortmund hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3, en upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn