Sjálfstætt líf fyrir alla? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. apríl 2021 12:30 Eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í réttindabaráttu fatlaðs fólks er innleiðing notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) í lög. Með því var meginreglan innleidd að allir eigi rétt á sjálfstæðu lífi, líka fólk sem þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs. NPA gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum. Fatlað fólk stýrir því sjálft hvernig aðstoðin sem það fær er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Hvar liggur ábyrgðin? Innleiðing NPA samningstímabilsins lýkur undir lok næsta árs. Þá þarf að vera búið að svara mörgum spurningum um framkvæmd þessarar dýrmætu leiðar fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda. Til að það sé hægt er samráðshópur að störfum á vegum félagsmálaráðuneytisins sem á að endurmeta innleiðingu NPA. Nýlega féll dómur í héraði gegn Mosfellsbæ, þess efnis að þjónustuna þurfi að veita þrátt fyrir að ríkið mæti ekki umsömdum kostnaði. Þetta hlýtur að hafa veruleg áhrif á verklag sveitarfélaganna, sem hafa almennt ekki talið sig geta tekið á sig kostnað vegna samninganna. Því hafa þau synjað einstaklingum um NPA samninga, á þeim forsendum að fjármagn sem ríkið áætlaði í samninga á innleiðingartímabilinu sé uppurið. Samningum hefur verið synjað óháð því hvort einstaklingurinn sem óskar eftir NPA samningi sé barn eða fullorðinn einstaklingur. NPA samningar eru bylting í frelsi til athafna Ein af mikilvægu spurningunum sem varða framtíð NPA samninga er einmitt hverjir munu eiga rétt á þeim. Hvort þeir eigi einnig að ná til barna og ungmenna undir 18 ára aldri eða hvort þeir verði bundnir við fullorðna einstaklinga. Markmið samninganna er að styðja við sjálfstætt líf þeirra einstaklinga sem sem þurfa persónulega aðstoð. Saga aðstandenda barna og ungmenna sem hafa fengið NPA samning er öll á sama veg. Hann er algjör bylting fyrir daglegt líf þess einstaklings og grunnforsenda fyrir raunverulegri þátttöku til félagslegra athafna og þroska til sjálfstæðis. Þannig auka og styðja slíkir samningar sjálfstætt líf allra einstaklinga, líka barna og ungmenna og bæta lífsgæði þeirra til mikilla muna sem og fjölskyldunnar allrar. Allt er stopp Í fjárlögum var gert ráð fyrir 120 til 130 samningum til loka árs 2022. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 172 samningum. Þörfin er greinilega mun meiri en áætlanir fjárlaga gerðu ráð fyrir. Því verður afar áhugavert að sjá hvaða áhrif nýlegur dómur sem féll gegn Mosfellsbæ mun hafa á forsendur sveitarfélaga til þess að synja einstaklingi um slíkan samning. Niðurstaða héraðsdóms var að það væri ekki nægjanleg ástæða fyrir Mosfellsbæ að synja slíkum samningum á þeirri forsendu að fjármagn frá ríkinu væri uppurið. Stöndum vaktina um mannréttindi allra NPA samningar eru samningar á milli ríkis og sveitarfélaga um þjónustu til fatlaðra einstaklinga með öðrum hætti en áður þekktist og tryggja réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Þeir eru mikilvægt framfaraskref í takt við lög um réttindi fatlaðs fólks sem okkur þarf að bera gæfa til að festa í sessi. Við sem stöndum vaktina, kjörnir fulltrúar hvort heldur sem er á Alþingi eða sveitarstjórnum og förum með það vald að útbýta gæðum verðum að setja okkur inn í aðstæður notenda og leggja okkur við að skilja þann veruleika sem undir er. Það er þó nokkuð að eiga sjálfstætt líf sitt og sjálfsögð mannréttindi undir þeim sem valdið hafa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Félagsmál Mannréttindi Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í réttindabaráttu fatlaðs fólks er innleiðing notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) í lög. Með því var meginreglan innleidd að allir eigi rétt á sjálfstæðu lífi, líka fólk sem þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs. NPA gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum. Fatlað fólk stýrir því sjálft hvernig aðstoðin sem það fær er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Hvar liggur ábyrgðin? Innleiðing NPA samningstímabilsins lýkur undir lok næsta árs. Þá þarf að vera búið að svara mörgum spurningum um framkvæmd þessarar dýrmætu leiðar fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda. Til að það sé hægt er samráðshópur að störfum á vegum félagsmálaráðuneytisins sem á að endurmeta innleiðingu NPA. Nýlega féll dómur í héraði gegn Mosfellsbæ, þess efnis að þjónustuna þurfi að veita þrátt fyrir að ríkið mæti ekki umsömdum kostnaði. Þetta hlýtur að hafa veruleg áhrif á verklag sveitarfélaganna, sem hafa almennt ekki talið sig geta tekið á sig kostnað vegna samninganna. Því hafa þau synjað einstaklingum um NPA samninga, á þeim forsendum að fjármagn sem ríkið áætlaði í samninga á innleiðingartímabilinu sé uppurið. Samningum hefur verið synjað óháð því hvort einstaklingurinn sem óskar eftir NPA samningi sé barn eða fullorðinn einstaklingur. NPA samningar eru bylting í frelsi til athafna Ein af mikilvægu spurningunum sem varða framtíð NPA samninga er einmitt hverjir munu eiga rétt á þeim. Hvort þeir eigi einnig að ná til barna og ungmenna undir 18 ára aldri eða hvort þeir verði bundnir við fullorðna einstaklinga. Markmið samninganna er að styðja við sjálfstætt líf þeirra einstaklinga sem sem þurfa persónulega aðstoð. Saga aðstandenda barna og ungmenna sem hafa fengið NPA samning er öll á sama veg. Hann er algjör bylting fyrir daglegt líf þess einstaklings og grunnforsenda fyrir raunverulegri þátttöku til félagslegra athafna og þroska til sjálfstæðis. Þannig auka og styðja slíkir samningar sjálfstætt líf allra einstaklinga, líka barna og ungmenna og bæta lífsgæði þeirra til mikilla muna sem og fjölskyldunnar allrar. Allt er stopp Í fjárlögum var gert ráð fyrir 120 til 130 samningum til loka árs 2022. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 172 samningum. Þörfin er greinilega mun meiri en áætlanir fjárlaga gerðu ráð fyrir. Því verður afar áhugavert að sjá hvaða áhrif nýlegur dómur sem féll gegn Mosfellsbæ mun hafa á forsendur sveitarfélaga til þess að synja einstaklingi um slíkan samning. Niðurstaða héraðsdóms var að það væri ekki nægjanleg ástæða fyrir Mosfellsbæ að synja slíkum samningum á þeirri forsendu að fjármagn frá ríkinu væri uppurið. Stöndum vaktina um mannréttindi allra NPA samningar eru samningar á milli ríkis og sveitarfélaga um þjónustu til fatlaðra einstaklinga með öðrum hætti en áður þekktist og tryggja réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Þeir eru mikilvægt framfaraskref í takt við lög um réttindi fatlaðs fólks sem okkur þarf að bera gæfa til að festa í sessi. Við sem stöndum vaktina, kjörnir fulltrúar hvort heldur sem er á Alþingi eða sveitarstjórnum og förum með það vald að útbýta gæðum verðum að setja okkur inn í aðstæður notenda og leggja okkur við að skilja þann veruleika sem undir er. Það er þó nokkuð að eiga sjálfstætt líf sitt og sjálfsögð mannréttindi undir þeim sem valdið hafa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun