Kári vill skikka alla farþega í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 18:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að reglur á landamærunum verði endurskoðaðar. vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í vinnuhóp á Suðurlandi í gær og talið er að það megi rekja til einstaklings með mótefni sem smitaðist aftur af veirunni. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að allir sem koma hingað til lands eigi að fara í sóttkví. Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira