Hjartnæm ástæða en dómaranum gæti verið refsað Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 08:31 Octavian Sovre náði að fá eiginhandaráritun frá Erling Braut Haaland í fyrrakvöld, á gult og rautt spjald sem hann var með í brjóstvasanum. Getty/Alex Nicodim og Clive Brunskill Það vakti mikla athygli í vikunni þegar það sást til rúmenska dómarans Octavian Sovre fá eiginhandaráritun hjá norsku fótboltastjörnunni Erling Braut Haaland. Sovre gerði þetta í þágu góðs málefnis en athæfið gæti dregið dilk á eftir sér. Sovre var annar aðstoðardómaranna í 2-1 sigri Manchester City og Dortmund. Haaland, sem lagði upp mark Dortmund, tók vel í beiðni Sovres eftir leik og gaf eiginhandaráritun á gult og rautt spjald. Þetta gerði hann í leikmannagöngunum á Etihad-leikvanginum og náðust af því sjónvarpsmyndir. Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor greinir frá því að Sovre hafi fengið eiginhandaráritanirnar til að hjálpa einhverfu fólki, börnum og fullorðnum, í Bihor-héraðinu. Verða þær boðnar upp á árlegu uppboði samtaka sem Sovre hefur stutt við undanfarin fimm ár með gjöfum úr sínu starfi í alþjóðafótboltanum. Get ekki lýst því hve mikið hann hefur hjálpað okkur „Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna. Gjafirnar frá Sovre hafa ýmist verið treyjur, myndir eða eiginhandaráritanir. Haaland's signed cards will go to an auction to help people with autism.That's why Romanian ref Sovre was running after Erling last night at the Etihad. #MCIBVB #bvb pic.twitter.com/QcOcNh90jQ— Emanuel Ro u (@Emishor) April 7, 2021 Zlibut segir að hún og Sovre hafi raunar þekkst síðan þau voru í leikskóla. Foreldrar þeirra beggja séu frá bænum Sanmartin. „Við vitum að við getum ekki fjármagnað starfsemi okkar með öðrum hætti. Ef að ég myndi hringja og biðja um peninga myndi næstum því enginn styrkja okkur en þegar kemur að því að kaupa hluti, treyjur, málverk, eiginhandaráritanir eða myndir á uppboði, þá er fólk til í að borga,“ sagði Zlibut. Breska blaðið The Times segir að líklegt sé að það muni bitna á Sovre að hafa beðið Haaland um eiginhandaráritun, hvað framtíðarverkefni hans hjá UEFA snerti. Dómarar mega þiggja hóflegar gjafir, svo sem treyjur eða flögg, frá knattspyrnufélögum en aldrei biðja um þær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, heldur utan um Evrópukeppnir félagsliða og landsliða. Dortmund og City mætast að nýju í Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Sovre var annar aðstoðardómaranna í 2-1 sigri Manchester City og Dortmund. Haaland, sem lagði upp mark Dortmund, tók vel í beiðni Sovres eftir leik og gaf eiginhandaráritun á gult og rautt spjald. Þetta gerði hann í leikmannagöngunum á Etihad-leikvanginum og náðust af því sjónvarpsmyndir. Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor greinir frá því að Sovre hafi fengið eiginhandaráritanirnar til að hjálpa einhverfu fólki, börnum og fullorðnum, í Bihor-héraðinu. Verða þær boðnar upp á árlegu uppboði samtaka sem Sovre hefur stutt við undanfarin fimm ár með gjöfum úr sínu starfi í alþjóðafótboltanum. Get ekki lýst því hve mikið hann hefur hjálpað okkur „Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna. Gjafirnar frá Sovre hafa ýmist verið treyjur, myndir eða eiginhandaráritanir. Haaland's signed cards will go to an auction to help people with autism.That's why Romanian ref Sovre was running after Erling last night at the Etihad. #MCIBVB #bvb pic.twitter.com/QcOcNh90jQ— Emanuel Ro u (@Emishor) April 7, 2021 Zlibut segir að hún og Sovre hafi raunar þekkst síðan þau voru í leikskóla. Foreldrar þeirra beggja séu frá bænum Sanmartin. „Við vitum að við getum ekki fjármagnað starfsemi okkar með öðrum hætti. Ef að ég myndi hringja og biðja um peninga myndi næstum því enginn styrkja okkur en þegar kemur að því að kaupa hluti, treyjur, málverk, eiginhandaráritanir eða myndir á uppboði, þá er fólk til í að borga,“ sagði Zlibut. Breska blaðið The Times segir að líklegt sé að það muni bitna á Sovre að hafa beðið Haaland um eiginhandaráritun, hvað framtíðarverkefni hans hjá UEFA snerti. Dómarar mega þiggja hóflegar gjafir, svo sem treyjur eða flögg, frá knattspyrnufélögum en aldrei biðja um þær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, heldur utan um Evrópukeppnir félagsliða og landsliða. Dortmund og City mætast að nýju í Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn