Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 11:03 Bræðurnir Guðlaugur og Brynjar Níelssynir í sólinni á Spáni um páskana. Ekkert eldrautt svæði, segir Brynjar, en sóttvarnalæknir lítur á öll lönd heims sem áhættusvæði, nema Grænland. Facebook/Gústaf Níelsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. Þórólfur Guðnason ítrekaði í gær með sérstakri tilkynningu tilmæli sín til Íslendinga um að sleppa nauðsynjalausum ferðalögum til áhættusvæða vegna Covid-19. Hann metur öll lönd heims sem áhættusvæði, nema Grænland. Brynjar segir í samtali við Vísi að ekki sé alltaf alveg ljóst hvað er nauðsynjalaust og hvað er nauðsyn. Veikindi eru í fjölskyldunni hjá fleiri en einum „þannig að þetta er ekki bara frí,“ segir Brynjar. Vissulega sé þetta þó frí: „Þú getur kallað þetta páskafrí, já.“ Ekki mjög nauðsynleg ferð Brynjar er ásamt Guðlaugi Níelssyni í heimsókn hjá bróður sínum Gústafi, og eiginkonurnar með. Þeir bræður hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar Níelsson hefur sjálfur ekki haft hátt um ferðalag sitt á Facebook, en Gústaf bróðir hans hefur birt reglulegar uppfærslur.Facebook/Gústaf Níelsson „Hvað er nauðsynjalaust og hvað er nauðsyn. Það er ekki alltaf alveg ljóst,“ segir Brynjar. „Við getum sagt að það var ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt að ég færi í þessa ferð. En það var mikilvægt fyrir bræður mína að ég færi í þessa ferð á meðan ekki væri meiri hætta en þetta. Og ég fer í sóttkví þegar ég kem, þá sé ég ekkert að þessu.“ Brynjar ítrekar að í ljósi veikinda í fjölskyldunni sé fríið ekki með hefðbundnu sniði. „Þetta er svo sem ekki auðvelt, því þú ert með svo mikla sjúklinga í kringum þig, en það er afslappandi að komast aðeins í burtu í hlýrra loftslag. Ég skal viðurkenna það.“ Spurður hvort ferð hans til Spánar brjóti í bága við tilmæli sóttvarnalæknis segir Brynjar: „Hann má hafa sína skoðun á því. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég var ekki að fara í eldrautt land eða á eldrautt svæði. Ég sinni mínum persónulegu sóttvörnum og mun fara í sóttkví þegar ég kem heim.“ Alltaf verið andsnúinn sóttkvíarhótelum Brynjar kemur heim í dag og fer í sóttkví heima hjá sér, enda valkvætt að dvelja á sóttkvíarhóteli þó að einnig mæli heilbrigðisyfirvöld eindregið með því að sú leið sé farin. Þingmaðurinn veit ekki til þess að lagasetning sé væntanleg sem renni stoðum undir skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, þannig að hann er á leið heim til sín. Ef lögunum verður hins vegar breytt, kveðst hann munu hlýða þeim sem endranær. Hann er mótfallinn skyldudvöl á sóttkvíarhótelum, sem er þó ráðstöfun sem komið var á af ráðherrum hans flokks í ríkisstjórn: „Ég tel bara ekki nauðsyn á því. Það er ekkert sem kallar á slíkar íþyngjandi aðgerðir eins og staðan er núna. Ég hef alltaf verið andsnúinn því og þeir vita það.“ Brynjar fór í sína fyrstu sýnatöku í gær og fer í næstu við komuna til landsins í kvöld: „Ég er strax farinn að kvíða henni,“ segir hann, enda verður inngripið að líkindum ekki skárra en í fyrri sýnatökunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. 7. apríl 2021 12:24 Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. 6. apríl 2021 19:20 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason ítrekaði í gær með sérstakri tilkynningu tilmæli sín til Íslendinga um að sleppa nauðsynjalausum ferðalögum til áhættusvæða vegna Covid-19. Hann metur öll lönd heims sem áhættusvæði, nema Grænland. Brynjar segir í samtali við Vísi að ekki sé alltaf alveg ljóst hvað er nauðsynjalaust og hvað er nauðsyn. Veikindi eru í fjölskyldunni hjá fleiri en einum „þannig að þetta er ekki bara frí,“ segir Brynjar. Vissulega sé þetta þó frí: „Þú getur kallað þetta páskafrí, já.“ Ekki mjög nauðsynleg ferð Brynjar er ásamt Guðlaugi Níelssyni í heimsókn hjá bróður sínum Gústafi, og eiginkonurnar með. Þeir bræður hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar Níelsson hefur sjálfur ekki haft hátt um ferðalag sitt á Facebook, en Gústaf bróðir hans hefur birt reglulegar uppfærslur.Facebook/Gústaf Níelsson „Hvað er nauðsynjalaust og hvað er nauðsyn. Það er ekki alltaf alveg ljóst,“ segir Brynjar. „Við getum sagt að það var ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt að ég færi í þessa ferð. En það var mikilvægt fyrir bræður mína að ég færi í þessa ferð á meðan ekki væri meiri hætta en þetta. Og ég fer í sóttkví þegar ég kem, þá sé ég ekkert að þessu.“ Brynjar ítrekar að í ljósi veikinda í fjölskyldunni sé fríið ekki með hefðbundnu sniði. „Þetta er svo sem ekki auðvelt, því þú ert með svo mikla sjúklinga í kringum þig, en það er afslappandi að komast aðeins í burtu í hlýrra loftslag. Ég skal viðurkenna það.“ Spurður hvort ferð hans til Spánar brjóti í bága við tilmæli sóttvarnalæknis segir Brynjar: „Hann má hafa sína skoðun á því. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég var ekki að fara í eldrautt land eða á eldrautt svæði. Ég sinni mínum persónulegu sóttvörnum og mun fara í sóttkví þegar ég kem heim.“ Alltaf verið andsnúinn sóttkvíarhótelum Brynjar kemur heim í dag og fer í sóttkví heima hjá sér, enda valkvætt að dvelja á sóttkvíarhóteli þó að einnig mæli heilbrigðisyfirvöld eindregið með því að sú leið sé farin. Þingmaðurinn veit ekki til þess að lagasetning sé væntanleg sem renni stoðum undir skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, þannig að hann er á leið heim til sín. Ef lögunum verður hins vegar breytt, kveðst hann munu hlýða þeim sem endranær. Hann er mótfallinn skyldudvöl á sóttkvíarhótelum, sem er þó ráðstöfun sem komið var á af ráðherrum hans flokks í ríkisstjórn: „Ég tel bara ekki nauðsyn á því. Það er ekkert sem kallar á slíkar íþyngjandi aðgerðir eins og staðan er núna. Ég hef alltaf verið andsnúinn því og þeir vita það.“ Brynjar fór í sína fyrstu sýnatöku í gær og fer í næstu við komuna til landsins í kvöld: „Ég er strax farinn að kvíða henni,“ segir hann, enda verður inngripið að líkindum ekki skárra en í fyrri sýnatökunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. 7. apríl 2021 12:24 Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. 6. apríl 2021 19:20 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. 7. apríl 2021 12:24
Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. 6. apríl 2021 19:20
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent