Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 14:32 Halla María Svansdóttir ætlaði að opna kaffihús en fékk svo góð viðbrögð að hún er nú líka með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu og veitingastað. Ísland í dag „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. „Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
„Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira