Ekkert við ferð Brynjars að gera Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 15:47 Þórólfur Guðnason segir sárt að sjá fólk fara á svig við tilmæli um sóttvarnir. Brynjar Níelsson er í fríi á Spáni. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“ „Það er leiðinlegt að sjá hvern sem er fara ekki eftir tilmælunum og það er svo sem ekki mikið meira um það að segja,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki með neitt bann eða skilyrði. Þetta eru tilmæli til fólks og við erum að biðla til fólks um að hjálpa okkur í þessu með því að takmarka ferðir sínar erlendis. Auðvitað er það sárt að sjá það en við því er ekkert að gera,“ segir sóttvarnalæknir. Þórólfi virðist mjög í mun um að Íslendingar haldi sig við þessi tilmæli en hann ítrekaði þau með sérstakri tilkynningu á vef Landlæknis í gær. Hann hefur einnig sagt að nú þurfi að leita annarra leiða til að varna smitum vegar inn um landamærin, eftir að dómstólar skáru úr um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt aðgerð. Frí Brynjars varði í tvær vikur en hann sagði það þó ekki bara frí, enda væru veikindi í fjölskyldunni. Hann dvaldi hjá bróður sínum Gústafi yfir páskana ásamt bróður sínum Guðlaugi. Bræðurnir hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar hyggst fara í sóttkví á heimili sínu, víðs fjarri öllum sóttkvíarhótelum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03 Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Það er leiðinlegt að sjá hvern sem er fara ekki eftir tilmælunum og það er svo sem ekki mikið meira um það að segja,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki með neitt bann eða skilyrði. Þetta eru tilmæli til fólks og við erum að biðla til fólks um að hjálpa okkur í þessu með því að takmarka ferðir sínar erlendis. Auðvitað er það sárt að sjá það en við því er ekkert að gera,“ segir sóttvarnalæknir. Þórólfi virðist mjög í mun um að Íslendingar haldi sig við þessi tilmæli en hann ítrekaði þau með sérstakri tilkynningu á vef Landlæknis í gær. Hann hefur einnig sagt að nú þurfi að leita annarra leiða til að varna smitum vegar inn um landamærin, eftir að dómstólar skáru úr um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt aðgerð. Frí Brynjars varði í tvær vikur en hann sagði það þó ekki bara frí, enda væru veikindi í fjölskyldunni. Hann dvaldi hjá bróður sínum Gústafi yfir páskana ásamt bróður sínum Guðlaugi. Bræðurnir hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar hyggst fara í sóttkví á heimili sínu, víðs fjarri öllum sóttkvíarhótelum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03 Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 8. apríl 2021 11:03
Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. 8. apríl 2021 11:59