Ískalt á gosstöðvunum og ekki í sóttkví Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 8. apríl 2021 17:31 Leila var í stígvélum en Usama í íþróttaskó. Tökumaður Stöðvar 2 benti þeim á að þau væru alltof illa klædd til að vera að fara í gönguna upp að gosstöðvum. Vísir/Egill Þau Leyla og Usama frá Marokkó voru mætt í gallabuxum og úlpu á Suðurstrandarveg í dag á leiðinni í fjallgöngu. Þau komu til landsins í gær en töldu sig ekki þurfa að vera í sóttkví sökum þess að þau hefðu farið í próf og sýnt vottorð við komuna til landsins. „Já, við erum mjög spennt. Ég vona að okkur verði bara ekki of kalt,“ segir Leyla. „Við höfum lesið mikið um mögulega hættu og hve langan tíma tekur að ganga. Það virðist vera löng ganga en miðað við það sem við höfum heyrt er það þess virði,“ bætir Usama við. Þau segjast ekki hafa átt von á því að svo kalt yrði í veðri. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum varaði við ferðum á gosstöðvarnar í dag sökum kulda. Þær eru þó opnar almenningi. „Við erum í fötunum okkar og þetta verður reynsla,“ segir Leyla hlæjandi. Leyla segist hafa átt von á hita nær tíu stigum eða svo enda eru þau vön öllu hlýrra loftslagi. Þau komu til Íslands frá Maldíveyjum þar sem þau voru í fríi. Eftir dvölina á Íslandi fara þau aftur til Þýskalands þar sem þau eru búsett. Parið segist hafa lent fyrir tólf klukkustundum. Aðspurð hvort þau ættu ekki að vera í sóttkví voru þau fljót til svars, nei. Þau hefðu farið í próf og væru með gilt skírteini. Samkvæmt reglum á landamærum eiga allir þeir sem koma til landsins, nema viðkomandi framvísi bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu, að fara í tvær skimanir og halda sóttkví í fimm daga á milli skimanna. Sú krafa verður áfram fyrir hendi í nýrri reglugerð ráðherra sem tekur gildi á miðnætti. Þá verður eftirlit með fólki í heimasóttkví aukið í samvinnu við lögreglu og sektir hækkaðar. Uppfært 9. apríl klukkan 08:35 Leyla segir í tölvupósti til fréttastofu að orð þeirra, sem sjá má í fréttinni að ofan, hafi verið misskilin. Þau séu læknar sem starfi í Þýskalandi og hafi bæði fengið Covid-19. Þau séu með vottorð upp á það sem þau hafi framvísað á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa bað um afrit af vottorðinu því til staðfestingar en Leyla vildi ekki verða við því og vísaði á landamæraeftirlitið á Keflavíkurflugvelli. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
„Já, við erum mjög spennt. Ég vona að okkur verði bara ekki of kalt,“ segir Leyla. „Við höfum lesið mikið um mögulega hættu og hve langan tíma tekur að ganga. Það virðist vera löng ganga en miðað við það sem við höfum heyrt er það þess virði,“ bætir Usama við. Þau segjast ekki hafa átt von á því að svo kalt yrði í veðri. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum varaði við ferðum á gosstöðvarnar í dag sökum kulda. Þær eru þó opnar almenningi. „Við erum í fötunum okkar og þetta verður reynsla,“ segir Leyla hlæjandi. Leyla segist hafa átt von á hita nær tíu stigum eða svo enda eru þau vön öllu hlýrra loftslagi. Þau komu til Íslands frá Maldíveyjum þar sem þau voru í fríi. Eftir dvölina á Íslandi fara þau aftur til Þýskalands þar sem þau eru búsett. Parið segist hafa lent fyrir tólf klukkustundum. Aðspurð hvort þau ættu ekki að vera í sóttkví voru þau fljót til svars, nei. Þau hefðu farið í próf og væru með gilt skírteini. Samkvæmt reglum á landamærum eiga allir þeir sem koma til landsins, nema viðkomandi framvísi bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu, að fara í tvær skimanir og halda sóttkví í fimm daga á milli skimanna. Sú krafa verður áfram fyrir hendi í nýrri reglugerð ráðherra sem tekur gildi á miðnætti. Þá verður eftirlit með fólki í heimasóttkví aukið í samvinnu við lögreglu og sektir hækkaðar. Uppfært 9. apríl klukkan 08:35 Leyla segir í tölvupósti til fréttastofu að orð þeirra, sem sjá má í fréttinni að ofan, hafi verið misskilin. Þau séu læknar sem starfi í Þýskalandi og hafi bæði fengið Covid-19. Þau séu með vottorð upp á það sem þau hafi framvísað á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa bað um afrit af vottorðinu því til staðfestingar en Leyla vildi ekki verða við því og vísaði á landamæraeftirlitið á Keflavíkurflugvelli.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira