Gæti haldið áfram eftir Ólympíuleikana í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 17:45 Simone Biles vann fern gullverðlaun á sínum fyrstu Ólympíuleikum. vísir/getty Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, hefur nú gefið út að hún gæti haldið áfram þegar Ólympíuleikunum í Tókýó lýkur í sumar. Áður hafði Biles, sem er aðeins 24 ára gömul, gefið út að hún myndi líklega hætta eftir leikana í Japan. Biles hefur alls unnið 24 verðlaun á heimsmeistaramótum í fimleikum og er ein frægasta íþróttakona heims í dag þrátt fyrir ungan aldur. Algengt er að fimleikakonur leggi kalkið snemma á hilluna en samkvæmt vef BBC gæti Biles nú hafa snúist hugur. Frestun Ólympíuleikanna hefur haft mikil áhrif á Biles og annað íþróttafólk þar sem allur undirbúningur undanfarin ár hafði miðast við að taka þátt á leikunum sumarið 2020. Biles er bjartsýn á að leikarnir fari fram í sumar þrátt fyrir faraldurinn sem enn geysar. Þessi magnaða íþróttakona hefur ekki enn verið bólusett en það styttist í það. Þá kemur einnig fram á vef BBC að þjálfarateymi Biles sé frá Frakklandi og sé að reyna fá hana til að endurskoða það að hætta. Leikarnir 2024 fari nefnilega fram í París, Frakklandi. „Í augnablikinu er ég aðeins að einbeita mér að Ólympíuleikunum í Tókýó. Ég veit ekki hvað ég geri eftir leikana í Tókýó en Cecile [Canqueteau-Landi] og Lareunt [Landi] eru frá París og hafa reynt að sannfæra mig um að keppa á leikunum í París. Eina markmiðið sem stendur er hins vegar að standa sig vel á Ólympíuleikunum í Tókýó,“ er haft eftir Biles á vef BBC. everytime the Tokyo Olympics is trending my heart drops— Simone Biles (@Simone_Biles) April 6, 2021 Sama hver ákvörðunin verður er frammistöður Biles á leikunum í Ríó de Janeiro árið 2016 og eflaust í Tókýó í sumar munu lifa lengi í minningunni. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira
Biles hefur alls unnið 24 verðlaun á heimsmeistaramótum í fimleikum og er ein frægasta íþróttakona heims í dag þrátt fyrir ungan aldur. Algengt er að fimleikakonur leggi kalkið snemma á hilluna en samkvæmt vef BBC gæti Biles nú hafa snúist hugur. Frestun Ólympíuleikanna hefur haft mikil áhrif á Biles og annað íþróttafólk þar sem allur undirbúningur undanfarin ár hafði miðast við að taka þátt á leikunum sumarið 2020. Biles er bjartsýn á að leikarnir fari fram í sumar þrátt fyrir faraldurinn sem enn geysar. Þessi magnaða íþróttakona hefur ekki enn verið bólusett en það styttist í það. Þá kemur einnig fram á vef BBC að þjálfarateymi Biles sé frá Frakklandi og sé að reyna fá hana til að endurskoða það að hætta. Leikarnir 2024 fari nefnilega fram í París, Frakklandi. „Í augnablikinu er ég aðeins að einbeita mér að Ólympíuleikunum í Tókýó. Ég veit ekki hvað ég geri eftir leikana í Tókýó en Cecile [Canqueteau-Landi] og Lareunt [Landi] eru frá París og hafa reynt að sannfæra mig um að keppa á leikunum í París. Eina markmiðið sem stendur er hins vegar að standa sig vel á Ólympíuleikunum í Tókýó,“ er haft eftir Biles á vef BBC. everytime the Tokyo Olympics is trending my heart drops— Simone Biles (@Simone_Biles) April 6, 2021 Sama hver ákvörðunin verður er frammistöður Biles á leikunum í Ríó de Janeiro árið 2016 og eflaust í Tókýó í sumar munu lifa lengi í minningunni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira