Arðsöm verðmætasköpun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. apríl 2021 08:00 Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Uppbygging varaflugvalla og fiskútflutningur Uppbygging varaflugvalla er nátengd ferðamennskunni sem við bindum öll vonir við að glæðist sem fyrst aftur. Flugöryggi og uppbyggingu varaflugvalla verður að sinna en þar situr Egilsstaðaflugvöllur eftir þrátt fyrir þau gífurlegu tækifæri sem liggja í flugvellinum. Tryggja verður fjármagn í malbikun flugbrautar, akbraut, flughlað og síðast en ekki síst þarf að byggja upp aðstöðu til útflutnings á fiskafurðum. Verðmætasköpun vegna aukinnar fiskframleiðslu mun margfaldast með aukinni framleiðslu og samtvinnast þar aukin verðmætasköpun með tækifærum í auknum fiskútflutningi. Tíminn frá vinnsluhöfn til útflutningshafnar og þar til varan hefur komið fyrir sjónir neytenda hefur mikil áhrif á afurðaverð. Mikilvægt er því að bregðast við og byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir vöruútflutninga, það mun auka verðmætasköpun, þjóðfélaginu til heilla. Mikilvægt að létta á samgöngukerfinu Flutningar á ferskum fiski á vegum landsins hafa vaxið umtalsvert síðustu ár. Með því að færa fiskflutninga í flug og á sjó þá léttum við verulega á vegakerfinu. Gífurlegir fjármunir fara í vegaframkvæmdir og rétt er að minna á að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Horfa þarf því á heildarmyndina og stytta leiðir til og frá útflutningsmiðstöðum. Hvar finnum við fjármuni? Ég orðaði í fyrri grein minni hér á Vísi að þeir 15 milljarðar sem fóru til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli þann 12.janúar 2021 ættu með réttu að fara að hluta til varaflugvallanna til uppbyggingar. Við þurfum einungis brot af þeirri upphæð í uppbyggingu til að geta skilað gífurlegum verðmætum til baka til ríkisins og með engu móti get ég skilið af hverju öll upphæðin var sett í Keflavíkurflugvöll og enn og aftur eiga varaflugvellir að sitja á hakanum. Ég hvet því alla þingmenn til að láta í sér heyra varðandi mikilvægi uppbyggingar varaflugvalla og ýta á að fjármunir verði sóttir í það verkefni. Sú uppbygging stuðlar að gífurlegri verðmætasköpun. Meira fæst fyrir afurðina, bein og óbein störf verða til og um leið léttum við á niðurbrotsáhrifum þungaflutninga á vegakerfi landsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Uppbygging varaflugvalla og fiskútflutningur Uppbygging varaflugvalla er nátengd ferðamennskunni sem við bindum öll vonir við að glæðist sem fyrst aftur. Flugöryggi og uppbyggingu varaflugvalla verður að sinna en þar situr Egilsstaðaflugvöllur eftir þrátt fyrir þau gífurlegu tækifæri sem liggja í flugvellinum. Tryggja verður fjármagn í malbikun flugbrautar, akbraut, flughlað og síðast en ekki síst þarf að byggja upp aðstöðu til útflutnings á fiskafurðum. Verðmætasköpun vegna aukinnar fiskframleiðslu mun margfaldast með aukinni framleiðslu og samtvinnast þar aukin verðmætasköpun með tækifærum í auknum fiskútflutningi. Tíminn frá vinnsluhöfn til útflutningshafnar og þar til varan hefur komið fyrir sjónir neytenda hefur mikil áhrif á afurðaverð. Mikilvægt er því að bregðast við og byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir vöruútflutninga, það mun auka verðmætasköpun, þjóðfélaginu til heilla. Mikilvægt að létta á samgöngukerfinu Flutningar á ferskum fiski á vegum landsins hafa vaxið umtalsvert síðustu ár. Með því að færa fiskflutninga í flug og á sjó þá léttum við verulega á vegakerfinu. Gífurlegir fjármunir fara í vegaframkvæmdir og rétt er að minna á að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Horfa þarf því á heildarmyndina og stytta leiðir til og frá útflutningsmiðstöðum. Hvar finnum við fjármuni? Ég orðaði í fyrri grein minni hér á Vísi að þeir 15 milljarðar sem fóru til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli þann 12.janúar 2021 ættu með réttu að fara að hluta til varaflugvallanna til uppbyggingar. Við þurfum einungis brot af þeirri upphæð í uppbyggingu til að geta skilað gífurlegum verðmætum til baka til ríkisins og með engu móti get ég skilið af hverju öll upphæðin var sett í Keflavíkurflugvöll og enn og aftur eiga varaflugvellir að sitja á hakanum. Ég hvet því alla þingmenn til að láta í sér heyra varðandi mikilvægi uppbyggingar varaflugvalla og ýta á að fjármunir verði sóttir í það verkefni. Sú uppbygging stuðlar að gífurlegri verðmætasköpun. Meira fæst fyrir afurðina, bein og óbein störf verða til og um leið léttum við á niðurbrotsáhrifum þungaflutninga á vegakerfi landsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar